Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 135
Líðan, félagsleg tengsl og þátttaka nemenda í 5.-7. bekk grunnskóla í frístundastarfi
10. tafla. Hversu mörgum sumarnámskeiðum tókstþú þátt isíðasta sumar (t.d leikjanámskeið, útivistar- eða
iþróttanámskeið eða önnursumarnámskeið)?
Sumarnámskeið Eingöngu íslenska töluð á heimili íslenska og annað móðurmál talað á heimili Eingöngu annað móðurmál en islenska talað á heimili
Engu 29,3% (2550) 32% 51%
Einu námskeiði 34% (2953) 33,7% 23,3%
Tveimur námskeiðum 21,4% (1858) 19,3% 13,9%
Þremur námskeiðum 9,3% 7,8% 4,5%
Fjórum eða fleiri 6% 7,1% 7,3%
þar sem íslenska auk annars móðurmáls
er töluð og 33,4% barna frá heimilum þar
sem eingöngu íslenska er töluð. Það bend-
ir til þess að það halli á börn frá heimilum
þar sem eingöngu annað móðurmál en ís-
lenska er talað í söng- og tónlistarnámi.
Þegar þátttaka í frístundastarfi innan
skóla er skoðuð sést að það munar litlu á
þátttöku hópanna. 18,4% barna frá heim-
ilum þar sem annað móðurmál en íslenska
er talað segjast stunda frístundastarf í skól-
anum einu sinni til tvisvar í viku eða oftar,
18,1% barna frá heimilum þar sem íslenska
auk annars móðurmáls er töluð og 18,9%
barna frá heimilum þar sem eingöngu ís-
lenska er töluð.
Svör þeirra við spurningu um ástundun
frístundastarfs sem er ekki á vegum skól-
ans sýna hins vegar talsverðan mun, þ.e.
um 19,3% barna frá heimilum þar sem
eingöngu annað móðurmál er talað segjast
taka þátt í frístundastarfi utan skólans,
33,3% barna frá heimilum þar sem íslenska
auk annars móðurmáls er töluð og 39,9%
barna frá heimilum þar sem eingöngu ís-
lenska er töluð segjast gera það. Þar með
er ljóst að börn frá heimilum þar sem
eingöngu íslenska er töluð stunda frekar
frístundastarf utan skólans. Hins vegar
er minni munur á þátttöku hópanna í
tómstundastarfi innan skólans. Þetta eru
mikilvægar upplýsingar fyrir stjórnendur
frístundastarfs. Staðsetning skiptir máli og
sterk tengsl við skólann. Þessar niðurstöð-
ur má sjá betur í 9. töflu. Ekki var nánar
útskýrt fyrir börnunum hvað átt væri við
með frístundastarfi utan skólans, en ljóst
er að ef frístundastarf er innan skólans
fyrir þennan aldurshóp taka börnin þátt í
því óháð tungumáli á heimili.
Sumarndmskeið: Hvað varðar þátttöku á
sumarnámskeiðum sumarið 2010 er ljóst
að það er talsverður munur á hópunum
eins og fram kemur í 10. töflu.
Að taka ekki þátt í sumarnámskeiðum á
við um 51% barna þar sem annað móður-
mál er talað en íslenska, en það á við um
32% barna frá heimilum þar sem íslenska
og annað móðurmál er talað og 29,3%
barna á heimilum þar sem eingöngu ís-
Ienska er móðurmálið. Börn á heimilum
þar sem annað móðurmál er talað en ís-
lenska skila sér sem sagt síður í sumar-
námskeið en þar gefst vissulega gott tæki-
færi til að kynnast jafnöldrum í gegnum
leik og starf. Þegar spurt var hvort börnin
hefðu setið tvö eða fleiri námskeið átti
það við um 25,7% barna frá heimilum þar
133