Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 149
Hefur val á skóla og námsárangur áhrif á íslenskum vinnumarkaði?
eigi sér stað þó að einstaklingar séu með
upplýsingar um umhverfið og einstakling-
inn sjálfan sem sýnir hversu sterkar þessar
matsvillur eru í raun (Moore o.fl., 2010).
Einkutinir og frammistaða ístarfi
Ráðningaraðilar nota oft meðaleinkunn
til að skima út ákjósanlega umsækjendur
(Thorson, 2005). Há meðaleinkunn getur
gefið atvinnurekanda til kynna að um-
sækjandi búi yfir eftirsóttum eiginleikum.
Að viðkomandi sé til dæmis iðinn, gáfaður
og lítið fjarverandi. Það getur valdið því
að umsækjandi með háa meðaleinkunn fái
hærri byrjunarlaun en sá sem er með lága
meðaleinkunn. Eftir að umsækjandi hefur
fengið starfið eru aðrir þættir, eins og til
dæmis tækifæri, reynsla og frammistaða,
líklegri til að hafa áhrif á laun (Fuller og
Schoenberger, 1991). Töluverðar deilur
hafa hins vegar verið um það hvort ein-
kunnir geti spáð fyrir um frammistöðu
einstaklinga á vinnumarkaði.
Á síðustu áratugum hafa ýmsir fræði-
menn rannsakað samband meðaleinkunn-
ar og ýmissa afreka fullorðinna. í sumum
tilfellum er meðaleinkunn með jákvæða
fylgni við árangur í starfi og í öðrum tilfell-
um neikvæða (Bretz Jr, 1989). Samkvæmt
Bretz Jr (1989) styðjast fyrri heimildir um
þetta viðfangsefni við eigindlegar grein-
ingar til þess að ákvarða notagildi meðal-
einkunnar til að spá fyrir um velgengni í
framtíðinni. Bretz Jr notaði því Schmidt-
Hunter yfirgreiningar (e. meta-analysis)
aðferðafræðina f rannsókn sinni til þess að
fá betra mat á sambandi meðaleinkunnar
og árangurs í starfi. Þar var notuð megind-
leg uppsöfnun á niðurstöðum þvert yfir
allar fyrri rannsóknir. Niðurstöður sýndu
að ekkert samband væri að finna milli
meðaleinkunnar úr háskóla og velgengni
í starfi. Greining á undirhópum sýndi hins
vegar að það var samband þegar spáð
var fyrir um velgengni í viðskiptum og í
kennslu. Niðurstöður sýndu að meðalein-
kunn úr framhaldsskólum hefði jákvæð
áhrif á velgengni í starfi. Ennfremur sýndu
greiningar á viðbótargagnasafni sömu
niðurstöður. Bretz Jr lagði hins vegar til
að meðaleinkunn væri ekki notuð til þess
að spá fyrir um velgengni í starfi þar sem
aðrir þættir væru mun betur til þess fallnir.
Rannsóknir hafi til dæmis sýnt að almenn
greind (e. general intelligence) hafi for-
spárgildi um árangur í nánast hvaða starfi
sem er (Bretz Jr, 1989).
Samkvæmt Baird (1985) telja atvinnu-
rekendur að einkunnir hjálpi þeim al-
mennt við að meta hverjir muni standa sig
vel í starfi. Niðurstöður rannsóknar Roth,
BeVier, Switzer og Schippmann (1996)
sýndu að einkunnir gætu spáð fyrir um
frammistöðu í starfi. Fylgnin í heild sinni
reyndist vera 0,16 sem telst vera lítil fylgni
(e. modest), en með því að leiðrétta fyrir
villum í rannsókn (e. research artifacts)
jókst fylgnin í 0,30. Þessar niðurstöður
benda til þess að meðaleinkunn hafi meira
forspárgildi þegar kemur að frammistöðu
í starfi en áður var talið. Rannsókn Miller
(1998) sýndi að háar einkunnir úr skóla
spáðu fyrir um hærri tekjur og þannig
hærri framleiðni til lengri tíma litið, fyrir
bæði konur og karla, þó að leiðrétt væri
fyrir kynþætti, landshlutum, tegund skóla
og námsstigi. Samkvæmt niðurstöðum
úr rannsókn Jones og Jackson (1990) er
147