Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 154
Kári Kristinsson, Tinna Dahl Christiansen og Friðrik Eysteinsson
Kyn mannauðsstjóra
■Hí
HR
1. mynd Mat á hæfni umsækjanda eftir skóla.
500.000
450.000
- 400.000
c 350.000
TB
E 300.000
I 250.000
= 200.000
" 150.000
S 100 000
50.000
0
Bæði kynin Karlar Konur
Kyn mannauðsstjóra
2. mynd Fyrsta launatilboð til umsækjanda.
áttu að meta viðhorf þátttakenda til hæfni
umsækjanda, líkur á boðun í viðtal og
ráðningu en í þeim var notaður sjö punkta
Likert-kvarði. Spurningar 6-8 voru opnar
spurningar um launakjör sem þátttakend-
ur töldu eðlileg fyrir viðkomandi starf og
spurning um starfsreynslu þátttakenda.
Spurning 9 var hálflokuð og þar voru þátt-
takendur spurðir hvað skipti þá mestu
máli við ráðningar. Spurningar 10-14 voru
spurningar um bakgrunn þátttakenda.
Fratnkvæmd
Netföngum mannauðsstjóra var raðað
upp með tilviljunarkenndum hætti í reikn-
ingsforritinu Excel og spurningalistunum
fjórum dreift jafnt á netföngin. Þeir voru
settir upp í gegnum vefsíðuna http: / /
www.createsurvey.com. Rannsóknin var
send út til 290 fyrirtækja með tölvupósti
fimmtudaginn 7. júlí 2011 ásamt kynn-
ingarbréfi þar sem gerð var grein fyrir
rannsókninni. I lok kynningarbréfsins var
hlekkur sem þátttakendur gátu smellt á til
þess að svara spurningalistanum rafrænt.
Listarnir voru aðgengilegir á netinu frá 7.
júlí til 29. ágúst 2011. Á því tímabili voru
sendir út þrír tölvupóstar með áminningu.
Til að ýta undir svörun var að lokum hringt
í þátttakendur föstudaginn 26. ágúst 2011
og þeir hvattir til þess að svara listanum.
Ekki var gefinn upp raunverulegur til-
gangur rannsóknarinnar en ef spurt var
sögðu rannsakendur að verið væri að
kanna launakjör og ráðningarmöguleika
viðskiptafræðinga.
Niðurstöður
Ríkis- og einkaskólar
Eins og sjá má á 1. mynd reyndist ekki vera
munur á mati þátttakenda þegar kom að
því að meta hæfni umsækjanda eftir skóla
(ríkisskóli/einkaskóli) (f(141) = 1,321, p >
0,05). Tilgáta 1 um að nemandi úr einka-
skóla (HR) sé metinn hæfari en nemandi
úr ríkisskóla (HÍ) stóðst því ekki.
Á 2. mynd má sjá að þátttakendur
voru tilbúnir að bjóða umsækjanda úr HI
412.071 krónu að meðaltali á meðan þeir
voru tilbúnir að bjóða umsækjanda úr HR
375.373 krónur. Þátttakendur hugsuðu sér
því að bjóða umsækjanda úr ríkisskóla
9,8% hærri laun en umsækjanda úr einka-
skóla (f(135) = 3,041, p < 0,05). Tilgáta 2 um
að þátttakendur væru tilbúnir að bjóða