Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 156
Kári Kristinsson, Tinna Dahl Christiansen og Friðrik Eysteinsson
| C, 6
1 “ 5
■O :0
5 | 4
I á 3
ifri
Baoði kynin Karlar Konur
Kyn mannauðsstjóra
■ Lág (6,5)
Há (8,5)
7
E ff 6
- s
E M 5
c E 4
P 11
•S 'T
2 oá 3
I I I
Bæði kynin Karlar Konur
Kyn mannauðsstjóra
■ Lág (6,5)
Há (8,5)
6. mynd Likur á atvinnuvidtali eltir meöaieinkunn. 7. mynd Likur á ráðningu eftir meðaleinkunn.
Eins og sjá má á 6. mynd voru þátt-
takendur líklegri til þess að bjóða umsækj-
anda með háa meðaleinkunn í atvinnuvið-
tal (5,54) en umsækjanda með lága meðal-
einkunn (4,71) (7(139) = -3,005, p < 0,05).
Þegar áhrifastærð var reiknuð reyndist
hún vera r = 0,25 sem eru lítil/miðlungs
áhrif samkvæmt viðmiðum Cohens. Til-
gáta 5 um að þátttakendur séu líklegri til
þess að bjóða umsækjanda með háa meðal-
einkunn í atvinnuviðtal en umsækjanda
með lága meðaleinkunn stóðst því.
Eins og sjá má á 7. mynd voru þátttak-
endur líklegri til þess að ráða umsækjanda
með háa meðaleinkunn (4,71) en umsækj-
anda með lága meðaleinkunn (3,99) (7(138)
= -2,953, p < 0,05). Þegar áhrifastærð var
reiknuð reyndist hún vera r = 0,24 sem eru
lítil / miðlungs áhrif samkvæmt viðmiðum
Cohens. Tilgáta 6 um að umsækjandi með
háa meðaleinkunn væri líklegri til þess
að verða ráðinn en umsækjandi með lága
meðaleinkunn stóðst því.
Umræða
Út frá niðurstöðum er ljóst að þátttakend-
ur létu það ekki hafa mikil áhrif á mat sitt
frá hvaða skóla umsækjandi hafði lokið
námi. Þeir reyndust ekki gera greinarmun
á hæfni umsækjanda, líkum á atvinnuvið-
tali eða ráðningu eftir því úr hvaða skóla
umsækjandinn hafði útskrifast. Tilgáta eitt
um að nemandi úr einkaskóla (HR) væri
metinn hæfari en nemandi úr ríkisskóla
(HÍ) stóðst ekki. Það er í samræmi við
rannsókn Noell (1981, 1982) sem komst að
þeirri niðurstöðu að enginn munur væri
á þeim lærdómi sem ætti sér stað innan
ríkis- og einkaskóla. Það er einnig í sam-
ræmi við niðurstöður Sanders frá 1996 (sjá
í Bedi og Garg, 2000) sem fann engan mun
á frammistöðu nemenda og Goldhaber
(1996; sjá í Figlio og Stone, 2000) sem fann
fáar vísbendingar um yfirburði einka-
skóla. Enn fremur sýndu niðurstöður Stev-
ans og Sessions (2000) að ekki greindist
betri frammistaða hjá minnihlutahópum í
einkaskólum. Þessar niðurstöður stangast
þó á við ýmsar rannsóknir sem hafa sýnt
fram á að nemendur úr einkaskólum séu
taldir betri en nemendur úr ríkisskólum
(Stevans og Sessions, 2000).
Tilgáta tvö um að nemanda úr einka-
skóla (HR) væru boðin hærri laun en nem-
anda úr ríkisskóla (HÍ) var ekki heldur
studd. Þátttakendur voru þvert á móti
reiðubúnir að bjóða nemanda úr ríkisskóla