Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 164
Tímarit um menntarannsóknir /
Journal of Educational Research (lceland) 10, 2013,162.-183.
Ritrýnd grein
Barnaefni og fjölskylduhabitusar:
Aðgengi 4-5 ára leikskólabarna að
barnabókum og stafrænum miðlum
á heimilum sínum
Þórdís Þórðardóttir
Háskóli íslands
I greininni er fjallað um niðurstöður spurningakönnunar til 115 foreldra 4-5 ára barna í
fjórurn leikskólum í Reykjavík um notkun heimilanna á bamabókum, sjónvarpsefni fyrir
börn, mynddiskum og tölvuleikjum. Leikskólarnir voru valdir með það markmið í huga
að ná sem mestri breidd í gögnin. Einn leikskóli lagði áherslu á fjölmenningu í skóla-
námskrá en annar á íslenska sagnahefð. Sá þriðji er með kynjaskiptar deildir og sá fjórði
hátt hlutfall barna af erlendum uppruna. Svarhlutfall var 70,4%. Listinn var í sjö liðum
og samanstóð af 138 spurningum. Spurt var um bakgrunn foreldra og barna. Upplestur á
þjóðsögum, íslenskum og þýddum barnabókum ásamt afþreyingarbókum. Áhorf á sjón-
varp og mynddiska og tölvunotkun. Niðurstöðurnar sýna að þótt oft væri lesið upphátt
fyrir börnin á heimilum þeirra eyddu þau mun drýgri tíma í sjónvarps- og mynddiska-
áhorf en að hlusta á upplestur. Skemmstum tíma eyddu börnin í tölvuleiki. Niðurstöð-
urnar sýna jafnframt að börnin á heimilum þátttakenda höfðu greiðan aðgang að marg-
víslegu barnaefni. Val foreldranna á barnaefninu gekk þvert á menntun þeirra, en fram
kom marktækur munur á mati þeirra á mikilvægi þýddra sígildra barnabóka og íslenskra
barnabóka sem taldar voru mikilvægastar af háskólamenntuðum foreldrum. Foreldrar
töldu upplestur úr barnabókum efla málþroska og skilning, skapa nánd og vera fræðandi.
Kyn barnanna virtist ráða mestu um val foreldranna á barnaefni en þeir virtust hneigjast
til að velja teiknimyndir og ofurhetjusögur fyrir drengi en prinsessuævintýri og ýmis-
konar iðju tengda bóklestri fyrir telpur. Foreldrarnir töldu drengi nota tölvur umfram
telpur en þeir töldu jafnframt að tölvur væru mikilvægar fyrir tölvulæsi og framti'ðar-
menntun barnanna. Við klasagreiningu á gögnunum kom í Ijós að flokka mátti foreldrana
í fimm hópa eftir smekk á barnaefni og að túlka mátti þær niðurstöður sem birtingarform
mismunandi fjölskylduhabitusa eftir smekk og notkun heimilanna á barnaefni. Habitus-
arnir eru þessir: Alætuhabitus, sjónvarpshabitus, kvenleikahabitus, bóklmeigðarhabitus
og karlmennskuhabitus.
162
Lykilorð: Barnabókmenntir, afþreyingaretnityrirbörn, tölvuleikir, fjölskylduhabitusar, menntunarírædi
ungra barna