Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 177
Aógengi 4-5 ára leikskólabarna aö barnabókum og stafrænum miðlum á heimilum sínum
Leikur í tölvum (svör við spurn-
ingunum; leikur sér að Stafakörlunum,
sækir leiki á leikjanet.is og leikur sér frjálst
í tölvu)
Svör við spurningum um áhorf og mik-
ilvægi mismunandi tegunda barnaefnis
reyndust of samleit til að unnt væri að taka
þær með í klasagreininguna. Fram komu
fimm klasar eftir því hverskonar barnaefni
foreldrar völdu helst á heimili sín. Klas-
arnir voru dregnir út úr dendogrami.
Klasi I, Alætur einkennist af skorum
fyrir ofan meðalgildi á öllum breytum.
Klasi II, Áhersla á sjónvarpsáhorf ein-
kennist af skorum lægra en meðalgildi á
öllum breytum. Við nánari skoðun kom
í ljós hærra skor á sjónvarpsáhorf en í
hinum klösunum (sjá mynd 14) og var það
látið réttlæta nafngiftina, enda þótt túlka
mætti niðurstöðurnar þannig að klasinn
einkennist af því að börnin hafi skertari
aðgang að öðru barnaefni en börnin í hin-
um klösunum.
Klasi III, Bókiðja og prinsessuævin-
týri einkennist af skori ofan við meðalgildi
á breyturnar; les Öskubusku, Litlu haf-
meyjuna og Þyrnirós og á breyturnar að
lesa upphátt fyrir svefninn, hlusta á hljóð-
bækur og að barnið lesi sjálft.
Klasi IV, Bókhneigð einkennist af skori
fyrir ofan meðalgildi á breyturnar; Ies
Öskubusku, Litlu hafmeyjuna og Þyrnirós,
les Línu langsokk, Ronju ræningjadóttur,
Palli var einn í heiminum, Lottu í Óláta-
garði, Óðflugu, Jón Odd og Jón Bjarna, og
les Gilitrutt, Búkollu og sögur af Grýlu.
Klasi V, Mikil áhersla á teiknimyndir
og tölvur einkennist af skori ofar en með-
algildi á breyturnar; les Tomma og Jenna,
les Andrés önd og leikur sér að Stafakörl-
unum, sækir leiki á leikjanet.is og leikur
sér frjálst í tölvu.
í 8. töflu koma fram meðalgildi klasa og
þátta.
8. laUa.Meðalgildi þátta i klösum (svarmöguleikar frá 1-7
Þættir Klasar Les teikni mynda sögur Les prinsessu ævintýri Les sígildar barna bókmenntir Les Þjóð sögur Notar tölvu Bók iðja
Alætur Meöal-gildi 4,25 5,10 4,33 5,31 3,97 5,29
(N=12) Staðalfrávik 0,78 1,47 1,37 0,86 1,32 0,91
Áhersla á sjónvarpsáhorf Meöal-gildi 1,69 2,64 2,50 2,40 1,63 2,95
(N=26) Staöalfrávik 0,84 1,24 1,03 1,29 0,78 0,95
Bókiöja og prinsessuævintýri Meöal-gildi 3,14 5,39 2,79 1,81 1,55 4,09
(N=14) Staöalfrávik 1,63 0,82 1,10 0,83 0,74 0,92
Bókhneigö Meðalgildi 2,44 5,41 4,48 4,92 1,72 3,90
(N=17) Staöalfrávik 1,18 1,51 0,86 1,21 0,80 0,87
Mikil áhersla á teiknimyndir Meöal-gildi 5,46 3,13 2,74 2,22 2,86 3,54
og tölvur (N=12) Staöalfrávik 0,89 1,19 0,76 1,02 1,23 1,57
Alls (N=81) Meöal-gildi 3,04 4,13 3,27 2,17 3,23 3,78
Staðalfrávik 1,70 1,78 1,33 1,78 1,27 1,27
Aðgreining klasana er greinilegri á 13. mynd þar sem dreifingin er stöðluð með meðalgildi = 0 og staðalfrávik = 1.