Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 18

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 18
6 Orð og tunga Orðabókin var fullprentuð í febrúarmánuði 1925 í 3.000 eintökum (C). Stofnskrá fyrir Islensk-danskan orðabókarsjóð hafði verið undirrituð af Björgu og Sigfúsi 24. október 1924, en vegna smávegis breytinga og dráttar var hún ekki staðfest af konungi fyrr en 1. apríl 1927 (C, G). Samkvæmt stofnskránni skal stjórn sjóðsins vera skipuð fimm mönnum. Það skyldu vera frá upphafi Sigfús Blöndal og meðundirrituð kona hans og meðstarfsmaður, sá þriðji tilnefndur af Sigfúsi, sá fjórði prófessorinn í íslenskri málfræði við Háskóla Islands eða kosinn af kennslumálaráðuneyti Islands og sá fimmti tilnefndur af danska kennslumálaráðuneytinu. Þegar einhver þriggjafyrstnefndu stjórnarmannanna dæi eða færi frá, skyldu hinirkjósa nýjan mann í hans stað. Fyrstu stjórnina skipuðu auk Sigfúsar og Bjargar Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, tilnefndur af Sigfúsi, Sigurður Nordal og Jón Helgason. Þeir sem síðar hafa skipað 1 -3. sæti eru (ítímaröð) Jón Ófeigsson, Einar ÓlafurSveinsson, Ole Widding, Kristinn Ármannsson og nú Stefán Karlsson, Hrefna Arnalds og Vésteinn Ólason. Alexander Jóhannesson, Halldór Halldórsson og nú Baldur Jónsson hafa skipað 4. sætið eftir að Nordal veik úr því, en 5. sæti hefur verið óskipað eftir fráfall Jóns Helgasonar. Formenn sjóðstjórnar eftir daga Sigfúsar hafa verið Alexander Jóhannesson, Halldór Halldórsson og Stefán Karlsson. Fyrsti gjaldkeri sjóðsins var Ólafur Láiusson, en síðar Pétur Sigurðsson, Ólafur Magnússon og nú Sigurður P. Gíslason (C, D, E, L, M). Á kreppuárunum seldist Blöndalsorðabók dræmt, varla nema ein 200 eintök allan fjórða áratuginn. Til þess að lækka umboðslaun var meginhluta bókabirgða, h.u.b. 1150 eintökum, komið til geymslu í Alþingishúsinu 1936; þar vóru hæg heimatökin, því að skrifstofustjóri Alþingis var í stjórnarnefndinni (C). Með batnandi fjárráðum á stríðsárunum jókst salan hins vegar til muna, og að stríði loknu var lítið eftir af bókinni, svo að þá var gripið til þess ráðs að skammta hana eins og fleira á þeim árum. Ákveðið var haustið 1945 að leyfi stjórnarmanna þyrfti til að kaupa eintak (á 300 kr. óbundið út úr búð), en heimspekideild Háskólans var falin varsla nokkurra tuga eintaka sem mátti selja íslenskunemum (á 200 kr.) — þó ekki fyrr en þeir hefðu lokið fyrri hluta prófi (C). Þessar bókaleifar hrukku þó skammt, og þá var ráðist í ljósprentun orðabókarinnar að frumkvæði Alexanders Jóhannessonar. Sögur herma að hann hafi boðað til fundar í stjórnarnefndinni og reifað hugmynd sína um ljósprent, en meðstjórnarmenn hafi haft uppi úrtölur einar. Eftir að hafa hlýtt á mál þeirra á Alexander að hafa sagt: „Ég lít þá á þetta sem samþykkt."2 Þessi ljósprentaða útgáfa kom út 1952 í 3.000 eintökum eins og frumútgáfan (L). Nýja útgáfan skilaði verulegum hagnaði, þannig að þegar haustið 1954 ákvað sjóð- stjórnin að hefja undirbúning að útgáfu Viðbætis, sem kom út í 3.000 eintökum 1963. Ritstjórar Viðbætis vóru Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson, en samverka- menn Árni Böðvarsson, sem safnaði orðum til verksins úr ritum sem höfðu komið út eftir að Blöndalsorðabók var lokið, og Erik Spnderholm, sem annaðist þýðingar að mestu (L). 2Þetta sagði Halldór Halldórsson prófessor mér, en honum sagði Pétur Sigurðsson háskólaritari, sem var gjaldkeri sjóðsins og hefur því væntanlega setið fundinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.