Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 55
Jón Hilmar Jónsson: Til bragðbætis: Um dæmi og dæmanotkun
43
að notandinn geti gengið að einstökum efnisatriðum á vísum stað í orðabókartextanum.
I augum kröfuharðra orðabókamotenda nú á dögum er þetta vitaskuld galli. En ekki er
sanngjarnt að meta gildi orðabókar Blöndals út frá samtímahugmyndum um efnisskipan
orðabóka heldur verður að hafa í huga þau viðhorf og þær venjur sem uppi voru þegar
bókin var samin og það margþætta en vissulega lítt skilgreinda hlutverk sem henni var
ætlað að gegna.
3.2 Ritstjórnardæmi
Ég hef drepið á nokkur atriði sem mér sýnist móta stöðu og meðferð heimildardæma
í orðabók Blöndals. Hlutverk ritstjórnardæma er í grundvallaratriðum annars konar.
Gagnvart notandanum gegna þau fyrst og fremst lýsandi hlutverki, eru stök lýsandi
dæmi um tiltekna notkun eða merkingu. Algengast er að slík dæmi hafi eins konar
áréttingar- eða fullnaðargildi til viðbótar undanfarandi efnisatriði (merkingarskýringu,
málfræðiatriði eða föstu orðasambandi af einhverju tagi):
breyta [...] b. sjer í e-ð, forvandle seg selv til n-t: andinn breytti sjer í
nautslíki, Aanden paatog seg en Tyreskikkelse
2. baga [...] 2. vt. med acc. el. dat.: genere, falde til Besvær, trykke:
heymarleysið bagar mig,fátœktin bagar honum
Ég notaði í upphafi heitið tilviksdæmi um dæmi af því tagi sem fram kemur í fyrri
textabútnum, og mynsturdæmi um orðasambandið sem það á við. I síðari textabútnum
kemur fram eins konar millistig milli þessara gerða, þar sem notað er persónufornafn
í stað nafnorðs. Mörkin milli tilviksdæma og mynsturdæma eru annars víða óskýr í
orðabók Blöndals, og hálfgildings mynsturdæmi koma fram í fleiri tilbrigðum:
bákna [...] 2. (fást við e-ðþungt) arbejde med Besvær paa n-t (tungt el.
vanskeligt): þeir eru að b. við það, de anstrænger seg derved.
bangsast [...] b. upp á mann, overfalde en med Skældsord el. Slag.
bera út af eign (af bœ osfr.), udsætte ved en Fogedforretning (fra sin
Ejendom, Gaard osv.): bóndinn í Litladal var borinn út þaðan (JAÞj. I.
398)
Þó að ritstjórnardæmi séu að jafnaði knappari en heimildardæmi og búi ekki yfir
höfundarsérkennum til jafns við þau eroft leitast við að látaþau endurspeglaraunveruleg
ummæli:
1. bæði [...] b. er það, að þú ert búinn að taka við peningunum, enda vœri
þjer það í óhag að rifta kaupunum
Ummælin verða ennþá raunverulegri þegar höfundurinn sj álfur hefur orðið, og þeir sem
hafa fengist við sömu iðju skynja alvöru málsins: