Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 103

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 103
Svavar Sigmundsson: Viðtökur og áhrif 91 sem hann sé næstum ótrúlega mikill. Hann telur þýðingarnar góðar og það sé að þakka fádæma þekkingu höfundarins á málnotkun í báðum málunum. Þá telur hann bókinni mjög til gildis að hér sé fyrsta framburðarbókin um íslensku. Hann finnur helst að því að stóru orðsgreinamar séu nokkurt vandamál og að þar sé hægt að benda á galla í niðurröðun merkinganna, en hann telur að það sé ekki eins mikilvægt í tvímálaorðabók, sem einkanlega sé ætlað að vera hagnýt orðabók. Þá lætur Br0ndum-Nielsen í ljós þá ósk að bókin megi ryðja braut fyrir færeysk- danska systurorðabók, sem sé bæði málfræðilegt og þjóðlegt skylduverkefni sem krefjist skjótrar úrlausnar (Br0ndum-Nielsen 1922:5). Paul Herrmann segir m.a. í grein sinni að orðabók Blöndals muni fyrst og fremst eiga heima á skrifborðum (sbr. það sem Jón Helgason segir um bókina í grein í Fróni: „en ekki er hún þeirra meðfæri sem kraftalitlir eru eða vinna við smá skrifborð" (Jón Helgason 1943:118)). Paul segir að hún uppfylli ströngustu vísindalegar kröfur, jafnt sem kröfur um hagnýti, og skírskoti einnig til annarra germanskra mála og orðsifja. Þá nefnir hann líka að á nútímaíslensku sé engin föst réttritun til en fjórar aðalstefnur séu uppi og segir að í orðabókinni hafi verið farið næst þeirri réttritun sem Björn M. Ólsen hélt fram, og sem fullkomlega hafi rofið eldri hefð. Paul segir síðan að orðabók Sigfúsar sé „stórvirki, sæmandi bókhneigðustu þjóð veraldar“ (Herrmann 1922:1001; sbr. Öldin okkar 1950:205). í febrúar 1923 skrifaði Magnus Olsen prófessor grein í norska Morgunblaðið um norræna málfræði Ragnvalds Iversens, íslenska málfræði Valtýs Guðmundssonar og orðabók Sigfúsar, þar sem hann kallar útgáfu hennar „einn mesta viðburð í norrænum málvísindum“. Hann segir að hún sé bæði bókmenntaleg orðabók og mállýskuorðabók, sem leiði menn að nýjum, auðugum brunnum í norrænum menningarrannsóknum og ennfremur að hún hafi að geyma mikið safn orðasambanda úr talmáli og dæmi úr bókmenntum sem veki sanna aðdáun á Blöndal fyrir fórnfúst starf og samviskusemi í verki sínu. Magnus telur orðabókina hentuga hvað niðurskipan efnis varðar og þýðingunni á dönsku sé í engu áfátt. Hún muni líka eiga eftir að reynast góð sem hjálparmeðal eins og hann segir „for det praktiske livs mænd“ en nefnir ekki konur í því sambandi. Magnus Olsen lýkur grein sinni á því að það sé hvatning á þessum tímum að sjá hið glæsilega verk Blöndals þokast áfram (Olsen 1923). í Ársriti Fræðafélagsins í Kaupmannahöfn 1923 er orðabókarinnar stuttlega getið, og líklega ritar Bogi Th. Melsteð þá fregn sjálfur sem ritstjóri. Þar er lögð áhersla á hversu orðmörg bókin sé, að í henni muni finnast flest þau orð sem notuð hafi verið í íslenskri tungu síðan um 1800. Einnig er sagt að þýðingamar séu óvenju góðar og nákvæmar (BogiTh. Melsteð 1923:148-149). Finnur Jónsson ritdæmdi orðabókina í tímaritinu Arkivför nordiskfilologi 1923 og nefnir m.a. hversu mikið efni sé í bókinni úr talmáli, þar á meðal mörg slanguryrði og tökuorð úr mæltu máli sem merkt séu sem slík. Þýðingunum hrósar hann og telur bæði Wiehe og Sigfús eiga það hrós skilið. Finnur telur það þó helst galla hvað tökuorðum í dönsku sé gert hátt undir höfði, þau séu sett á undan dönsku orði, t.d. sé orðið fríríki þýtt með ‘republik, fristat’ í þessari röð. Finnur telur verkið hreina gullnámu fyrir norræna og germanska málfræðinga og höfundur hljóti miklar þakkir þeirra og menntaðs almennings á Islandi sem áhuga hafi á íslensku nútíðarmáli og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.