Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 28

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 28
16 Orð og tunga Ýmsan fyrirvara verður þó að hafa á þessu, og er þá rétt að gera um leið nokkra grein fyrir tölvuskráningunni, þótt ekki varði það allt stærð orðaforðans. Fyrst er þess að geta að ýmislegt er enn ólagfært eftir tölvuskráninguna þrátt fyrir samlesturinn. Ýmiss konar villur slæddust inn vegna þess að verkið var unnið á löngum tíma og ritarar komu og fóru. Afstaða mín til sumra atriða breyttist á tímabilinu, og stundum fengu ritarar ekki nægilega skýr fyrirmæli um hvernig að skyldi fara. Því vantar nokkuð á að fullt samræmi sé í allri skráningu. I umræðu hér á eftir verða einstakir hlutar orðabókarinnar auðkenndir með skamm- stöfunum. Aðalsafnið sem út kom 1920-1924 er nefnt GBl., meginhluti þess Bl. og viðbætirinn Vb. Nýi viðbætirinn frá 1963 er nefndur Nvb. og allt safnið í heild sinni ABl. Sumum flettiorðum var sleppt viljandi, t.d. beygingarmyndum sterkra sagna, sem allvíða eru í bókinni. Nafnháttur var látinn nægja eða nefnifall fallorða þegar því var að skipta. Undantekning var þó gerð um lýsingarhætti sagnorða, sem oft eru sérstök flettiorð. í Bl. töldust 299 slík dæmi, ekkert í Vb. og 5 í Nvb., eða samtals 304 flettiorð. Þetta eru oftast lýsingarhættir sterkra eða óreglulegra sagna, t.d. brugðinn af bregða og róinn af róa, en einnig af veikum sögnum, t.d. barinn af berja og hulinn af hylja. Þessar tölur hafa engin áhrif á heildarniðurstöður. Allar þessar orðmyndir teljast til sagnorða sem skráð eru í nafnhætti. Allmörg af flettiorðum bókarinnar eru ekki heil orð, heldur forliðir eða viðliðir, og voru þeir skráðir. Þeir töldust vera 112 í Bl„ 4 í Vb„ þ.e. 116 alls í GBl., og 655 í Nvb., samtals 771 í allri orðabókinni. Athygli vekur hve margir þeir eru í nýja viðbætinum. Það er vegna þess að í sparnaðar skyni voru samsetningar með sama forlið ekki nærri alltaf skrifaðar fullum stöfum. Þegar efni var tölvuskráð úr viðbætinum hafa þessir forliðir verið skráðir sérstaklega en auk þess allar samsetningar sem þá hafa. Þannig er að vissu leyti um tvítekningu að ræða. Þessari tegund flettiorða er haldið utan við heildamiðurstöður talningar. Stafsetningu var ætlunin að færa til nútímahorfs, en nokkur misbrestur varð á því. Auk þess er talsvert um rangar færslur, t.d. þannig að vitneskja um orðflokk eða tölu hefir lent í röngu sviði. Flettiorð gæti þá t.d. heitið „adj.“ (adjektiv) eða vitneskja um tölu, „sg.“ (singular) eða „pl.“ (plural), lent í sviði orðflokks. Þessi dæmi eru að vísu tilbúin, en skýra hvað við er átt. Ýmiss konar álitamál voru látin í eins konar ruslakistu sem kölluð var „ATHS“, og þar hefir fleira lent en þangað átti að fara. Enn er allmikið verk eftir við að greiða úr þessu öllu. Eins og ráða má af þessu var ýmiss konar vitneskja skráð um hvert flettiorð. Helst er að nefna orðflokk og beygingarendingar þegar svo bar undir. Orðflokkstákn vantar stundum og raunar oft í nýja viðbætinum frá 1963, og var þá reynt að bæta úr því. I gamla safninu frá 1920-1924 eru sum flettiorð auðkennd með sérstöku merki fyrir framan orðið og segja til um málsnið. Slík merki eru alls fjögur og tákna: „úrelt orð“, „skáldskaparorð", „nýyrði“ eða „aðskotaorð“ (sem er ekki viðurkennt í ritmáli). Öll þessi atriði voru tölvuskráð hvert í sitt svið. Orð sem töldust staðbundin voru auðkennd með skammstöfunum, svo sem „Af.“ = Austfirðir, „Árn.“ = Árnessýsla o.s.frv. Algengt er að slík auðkenning eigi ekki við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.