Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 53
Jón Hilmar Jónsson: Til bragðbætis: Um dæmi og dæmanotkun
41
Og annað merkingarafbrigði sagnarinnar brella er staðfest með eftirfarandi dæmi:
brella [...] 2. kæle for: hún sagði ekkert vinarorð né brellaði hann, eins
og hann þó átti að venjast afhenni (Eimr. XI. 222)
Hér er gildi heimildardæma í rauninni ekki fólgið í því einu að staðfesta tiltekna
merkingu heldur gegna dæmin jafnframt því hlutverki að vekja traust notandans á
skýringum bókarinnar og þar með á orðabókinni í heild.
Talsvert er um að heimildardæmi séu tilgreind til marks um yfirfærða merkingu orðs
eða orðasambands, þar sem eiginleg merking er hins vegar skýrð án tilstillis dæmis:
brott-laga [...] det at tage el. sejle bort (spec. efter et Spslag); — i overf.
Bet.: En það að skilja að blásið er til brottlögu ... það á ekkert skylt við
að skilja hugsun tónskáldsins (GFHh. 292)
bunibult [...] e-m er (verður) b., en har (faar) Uro i Maven, Trykken for
Brystet, Kvalmefornemmelser; — ogs. overf.: varð heimastjómarmönnum
eigi b. af að feta dyggilega í fótspor hinna gömlu þjóðaródrengja (ísaf.
’12, 5)
hleypa skipi til brots, sejle et Skib paa Grund, saa at det forliser, sejle
i Kvag; — ogs. i overf. Bet.: eg vœri að minsta kosti óhrœddur við að
hleypa öllum mínum skipum til brots (Alþ. ’ 11, B. I. 757)
Ekki verður um það sagt hvort eftirfarandi dæmi er fyrst og fremst ætlað að vekja
athygli lesandans á þeirri yfirfærðu merkingu (eða öllu heldur persónugervingu) sem
þar kemur fram:
bera [...] bera beinin (el. bein sín), ende sine Dage; þar bar auðurþeirra
beinin og þeir sjálfir með, der havnede deres Rigdom og de selv med
(JSVb. 144)
Það sem hér skiptir höfuðmáli er að orðnotkunin í heimildardæmunum sker sig úr, vekur
athygli í samanburði við þá almennu notkun eða merkingu sem liggur til grundvallar.
Þar með erum við komin að öðru veigamiklu hlutverki heimildardæma sem víða er
áberandi í orðabók Blöndals. Dæmin hafa sem sé öðrum þræði það sem nefna má
athyglisgildi, þau eiga að draga athygli lesandans að orðlýsingunni með því að búa yfir
einhverju sem kemur lesandanum á óvart eða hann gengur a.m.k. ekki að sem vísu.
Stundum er athyglisgildið fólgið í upplýsingum sem ekki varða notkunareinkenni
orðsins heldur þjóðfélagið, venjur þess, siði, þjóðtrú o.s.frv., sbr. eftirfarandi heimild-
ardæmi um orðasambandið beiða upp:
beiða [...] beiða upp, (om Koer) blive parrelysten igen lige efter Bedæk-
ningen paa Grund af at den ikke er blevet drægtig: efkýr beiddi upp, átti
að bítafast í hrygginn á henni, þegar búið var að halda henni, þá hélt hún
(Eimr. XII. 110)