Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 90
78
Orð og tunga
Auk þessa bendir Jón á að víxlhrynjandi geti ráðið nokkru um áherslumynstur orða
ef merkingin truflar ekki. Hann nefnir orð eins og joðáburður, þar sem aukaáherslan
sé ekki á fyrsta lið seinni samsetningarliðar, heldur á þriðja atkvæðinu.
4 Mállýskur
Eins og áður er minnst á í tengslum við umfjöllun um sérhljóðin, fjallar Jón dálít-
ið um mállýskubundinn framburð, og um það er sérstakur kafli í innganginum (bls.
XXV-XXVII). Jón flokkar mállýskubreytumar í meginflokka sem hann nefnir sunn-
lensku, vestfirsku, norðlensku, austfirsku, hornfirsku og Suðurnesjamál. Lýsingamar
á mállýskuatriðunum og dreifingu þeirra kemur í stómm dráttum heim við það sem
síðari rannsóknir hafa sýnt. Meðal þess sem aðallega skilur á milli norðlensku og sunn-
lensku er harðmæli og röddun. Austfirskan telur hann að fylgi norðlensku hvað varðar
harðmæli, en í öðrum atriðum fylgi hún sunnlensku. Jón telur önghljóðaframburðinn
á hafði og sagði til sunnlensku, en lokhljóðaframburðinn til norðlensku og telur að
70-75% allra landsmanna hafi önghljóðaframburðinn. Hann bendir á að framburður
með aðblæstri í orðum eins og mótlœti og útnyrðingur: [mouhdlai ti], [uhdnirðrjgóp]
sé algengari á Austfjörðum en annars staðar. Hér gefst ekki kostur á frekari umfjöllun
um frásögn Jóns af mállýskuatriðum, en hún er greinargóð og býsna tæmandi.
5 Lokaorð
í greinarkorni sem þessu verður að sjálfsögðu ekki lagt verðugt né endanlegt mat á
framlag Jóns til íslenskra hljóðfræðirannsókna, en almennt má segja að þetta framlag
sé verulegt. Hann var ekki sá fyrsti sem fjallaði um hljóðafar nútímamálsins, en hann
var samt einn af brautryðjendunum. Athuganir hans á framburði eru jafnan skarplegar,
og ýmsar hugmyndir, svo sem um lengd og áherslu, eru fullrar athygli verðar og hafa
fengið stuðning af síðari athugunum.