Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 25

Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 25
Guðrún Kvaran: Ræturog heimildir 13 Heilagra manna sögur og íslenzk fornkvæði sem hafa að geyma efni sem eldra er en frá 15. öld. Af 16. aldar bókum virðist/Vy/'ö testamentiOdds Gottskálkssonar frá 1540 vera eina ritið sem efni hefur verið sótt til og af 17. aldar ritum Píslarsaga Jóns Magnússonar sem Sigfúsgaf út sjálfur 1912-14, og Fimmtíu heilagar hugvekjur Gerhardts í þýðingu Þorláks Skúlasonar biskups en þær voru gefnar út á Hólum 1624. Töluvert meira var orðtekið af 18. aldar ritum eða alls 24 titlar. Fyrirferðarmest eru rit Lærdómslistafélagsins og eldri rit Magnúsar Stephensens en auk þeirra má nefna Vídalínspostillu, kirkjusögu Finns Jónssonar, Waysenhúsbiblíu, hugvekjur Sturms og Kvöldvökur Hannesar Finnssonar. Þá segir Sigfús að nokkur óprentuð orðasöfn hafi verið nýtt til dæmasöfnunar, einkum orðasafn Hallgríms Scheving kennara í Bessastaðaskóla (Lbs 220 8vo). Ef litið er á þau óprentuðu handrit sem skráð eru í heimildaskrá kemur í ljós að flest þeirra eru runnin frá uppskriftum Schevings. Þar má nefna ritreglur Eggerts Olafssonar, Hrana sögu Egilssonar, Asnabálk Jóns Magnússonar í Laufási, Josephs sögu, Lflcafróns sögu, málsháttabók, Skarakárasögu og að lokum orðaregistur Páls Þorbergssonar og orðabókarhandrit Schevings sjálfs. Þá eru nefnd tvö handrit skrifuð af Rasmusi Rask, þar af er annað íslenskt-latneskt orðasafn eignað Sveini Pálssyni lækni. Engin önnur orðabókahandrit eru nefnd þótt Sigfús geti þess að hann hafi haft tækifæri til þess að skoða slík handrit á Landsbókasafni. Hann tekur fram að orðabókarhandrit Jóns Olafssonar úr Grunnavík frá 18. öld hafi lítið sem ekkert verið notað nema þar sem vísað var til þess hjá Olafi Davíðssyni eða Þorvaldi Thoroddsen. Lítið var orðtekið af guðsorði og er gerð grein fyrir því í formála. Svo virðist sem Blöndal hafi talið að lítið væri þangað að sækja, ef marka má formálann, þar sem bókmenntalegt stórvirki geti verið orðabókarhöfundi gagnslítið í söfnun sjaldgæfra og áhugaverðra orða en hrákasmíði, sem alls ekki geti talist til bókmennta, geti á hinn bóginn aflað honum dæma sem hafi mikið mállegt gildi. í heimildaskrá eru skráðar Waysenhúsbiblía, eins og áður getur, og biblían frá 1908, heiðna biblía. Það kemur á óvart að ekkert hafi verið sótt til Viðeyjarbiblíu frá 1841 og ekkert til biblíunnar frá 1866 sem var þó sú biblía sem Sigfús hefur líklegast alist upp við og var í notkun í kirkjum landsins þegar þau Björg hófu verk sitt. 5 Niðurlag Lengra verður ekki farið í umfjöllun um orðtekin rit. Af því sem fram hefur komið má sjá að orðasöfnun var mun víðtækari en svo að hún beindist að samtímamálinu eingöngu. Sigfús og samstarfsmenn hans hafa reynt að brúa bilið milli þess og forna málsins með orðtöku úr meginritum aldanna sem þar lágu á milli. Engin orðtökuáætlun hefur varðveist svo vitað sé en af þeim þremur lotum sem ég hef nefnt, þ.e. 1903- 1908, 1908-1911 og 1911-1919, virðist sem tímaskortur og fjárhagsörðugleikar hafi að nokkru ráðið því hvað og hversu mikið var lesið. Orðtöku var þó haldið áfram allt til 1923, ef marka má heimildaskrá, og fram kemur í formála og eins í skýrslu Bjargar, að miklu efni var bætt í próförk alveg fram á síðustu stundu. Ekki voru allir sáttir við valið eins og alltaf má búast við. Jóhannes L. L. Jóhannsson taldi í ritdómi í Skími miðmálið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.