Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 89

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 89
Kristján Árnason: Hljóðfræðiathuganir Jóns Ófeigssonar 77 í athugasemdum Jóns um framburð samhljóða kemur margt fróðlegt fram, sem ekki gefst hér tími til að tíunda. Hann gerir m.a. grein fyrir ýmsum mállýskubundnum þáttum, svo sem lokhljóðaframburði á undan ð í hafði og sagði, sem hann telur norð- lenskan, og einnig frá lokhljóðaframburði á eftir/, g og r í orðum eins og hafdi, sagdi, og hardur og að sjálfsögðu segir hann frá muni á harðmæli og linmæli og rödduðum og órödduðum framburði. 3.4 Lengd og áhersla E.t.v. eru athugasemdir Jóns um lengd þær athyglisverðustu. Hann gerir ráð fyrir tveimur lengdarstigum, fullri lengd og hálflengd (bls. XVIII-XIX). Athuganir hans á dreifingu langra og stuttra sérhljóða eftir lengdarreglunni koma heim við það sem síðar telst viðtekinn fróðleikur. Mér vitanlega er þetta í fyrsta skipti sem lengdarreglan er sett fram á þann einfalda og skýra hátt sem síðar tíðkast. Umfjöllun Valtýs Guðmundssonar er hér t.a.m. ófullkomnari, og að því er ég best fæ séð tekur Sveinbjöm Sveinbjömsson hvergi á þessum málum í heild, þótt hann tákni að sjálfsögðu lengd í hljóðritun sinni. Fulla lengd fá sérhljóð samkvæmt Jóni á undan einu eða engu samhljóði og á undan klösum sem hafa p, t, k eða s sem fyrri lið og v, j eða r sem seinni lið. Hins vegar kemur hálf lengd fram á samhljóðum sem standa á eftir stuttum sérhijóðum, og þau fá einn lengdarpunkt í hljóðritun, og sama er að segja um sérhljóð í „hálfsterkum atkvæðum næst á eftir atkvæði með sterka áherslu“ (XIX). (Þetta kemur raunar heim við það að Sveinbjörn Sveinbjömsson táknar stundum lengd á samhljóðum á eftir stuttum sérhljóðum.) Athuganir Jóns á lengd sérhljóða í fyrri liðum samsettra orða em fróðlegar og réttar, að því er ég best fæ séð, en heldur er framsetningin ruglingsleg. Misjafnt er hvernig lengdarmál hafa verið túlkuð í seinni tíð, en hugmynd Jóns um hálflengd á samhljóðum á eftir stuttum sérhljóðum varð kveikjan að hugmyndum sem Einar Haugen setti fram í grein í tímaritinu Language árið 1958 um íslenska atkvæða- gerð, sem eru fullrar athygli verðar. Það er enginn vafi á því að hljóðfræðileg lenging á sér gjarna stað á samhljóðum sem koma á eftir stuttum sérhljóðum, og lengingin er í réttu hlutfalli við áhersluþunga. Það er athyglisvert, að stuttleiki sérhljóðanna, sem að sínu leyti má rekja til samhljóðaumhverfisins, hefur aftur áhrif á samhljóðalengdina í áhersluatkvæðum, og þetta sýnir að samband lengdar og áherslu er flóknara en virst gæti í fyrstu. En nóg um það. Athuganir Jóns um orðáherslu virðast mér greinargóðar og segja að sumu leyti meira en athugasemdir Björns Guðfinnssonar (íslenskar mállýzkur I, 1946:75). Þarna virðist Jón hafa verið í svipuðum hugleiðingum og Jóhannes L. L. Jóhannsson í bók sinni Nokkrar sögulegar athuganir, sem kom út 1924. Hann gerir ráð fyrir að síðari liður samsetts orðs hafi aukaáherslu í orðum eins og: 'aura'girnd,'afbœjar’maður og 'vorkuimar'samur en bendir jafnframt á að oft sé ekki mikill munur á fyrstu áherslu, sem samkvæmt reglum ætti að vera aðaláhersla, og seinni áherslu. Þetta kemur vel heim við það sem menn hafa veitt athygli í seinni tíð, að orðáherslan sé e.t.v. ekki eins föst á fyrsta atkvæðinu eins og handbækur segja. Að vísu hafa margir fett fingur út í framburð eins og Vestmanna'eyjar, en það að hann skuli vera til segir sína sögu um tilhneiginguna í málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.