Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 60

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 60
48 Orð og tunga (7) með skýringum og heimildartilvísun. í orðsgreinum sem eru lið- eða lagskiptar eru orðasambönd og dæmi að jafnaði felld undir viðeigandi lið, að frátöldum þeim stóru sagnaflettum sem Sigfús víkur að í formála þar sem þorri dæma er birtur á eftir orðlýsingunni. Loks er að nefna margvíslegar athugasemdir sem lúta að notkun orða (8) , notkunarsviði, stíl- og merkingarblæ o.s.frv. Tákn sem sýna stöðu orðs í málinu, að það sé úrelt, nýtt og ekki búið að vinna sér sess, framandlegt o.s.frv., standa framan við flettiorðið en annars er ábendingum um notkun komið fyrir þar sem við á — í upphafi flettunnar ef þær eiga við orðið í heild, við tilteknar beygingarmyndir ef þær snúa að þeim sérstaklega eða við ákveðna merkingu og þá koma þærfram í viðkomandi merkingarlið. 3 Tákn og leturbrigði Ýmiss konar tákn og leturbrigði gegna oft veigamiklu hlutverki í byggingu orða- bókarflettna. Þau eru til þess fallin að fanga auga notandans og hjálpa honum að finna það sem hann leitar að á sem greiðastan hátt með því, til dæmis, að gera skil milli orðs- greina eða á milli liða innan þeirra meira áberandi. Leturbreytingar eru líka notaðar til þess að greina sundur mismunandi upplýsingaþætti í orðsgreinum. Tákn af þessu tagi eru ekki ýkja mörg í Blöndalsorðabók. Beygingarupplýsingar eru innan sviga, hljóðritun innan hornklofa og mörk milli liða í orðsgreinum markast af þankastriki og tölu- eða bókstafstákni á eftir. Þau tákn verða skoðuð nánar hér á eftir í tengslum við einstök dæmi. Letur er einungis þrenns konar: • Feitt letur er á flettiorðum svo og á beygingarendingum og beygingarmyndum sem á eftir fylgja. Auk þess eru tölur og bókstafir sem marka upphaf liða innan flettunnar feitletraðir. • Skáletur er á orðasamböndum og dæmum og auk þess á íslenskum samheitum sem birt eru innan sviga fremst í skýringum. Samsett orð og afleidd sem dregin eru af flettiorðinu og birt í greininni eru líka skáletruð. • Beint letur er á öllum skýringum, flokkunaratriðum, athugasemdum og ábend- ingum. Hljóðritunin er einnig með beinu letri en hún byggist að verulegu leyti á sérstökum táknum og er afmörkuð með hornklofum eins og fyrr segir. í grófum dráttum má segja að feitt letur marki upphaf orðsgreina og einstakra liða innan þeirra en skáletrið gegni því hlutverki að greina íslensku, málið sem verið er að lýsa, frá dönsku, sem er skýringarmál bókarinnar og birtist ævinlega með beinu letri. 4 Dæmi Hér á eftir verða sýnd dæmi um það hvemig ofantaldir þættir koma fram í orðsgrein- unum. Eg hef valið nokkrar flettur með lýsingarorðum, nafnorðum og sögnum sem ég ætla að bregða upp ásamt greiningu á byggingu þeirra. Þessar orðsgreinar eru allar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.