Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 83
Kristján Áraason:
Hlj óðfræðiathuganir
✓
Jóns Ofeigssonar
I formála að orðabók sinni segir Sigfús Blöndal frá því að hann hafi eignast nokkra
samstarfsmenn, sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á framgang orðabókarverksins, þegar
hann kom til Reykjavíkur 1917 með handritið að bókinni. Þar telur hann fyrstan Jón
Ófeigsson, og síðan Danann Holger Wiehe, sem þá var dósent við Háskóla íslands.
Þáttur Jóns Ófeigssonar í Blöndalsorðabók er langt frá því að vera bundinn við þær
hljóðfræðiathuganir sem eru meginviðfangsefni þessarar greinar, því auk þess að rita
hljóðlýsingarkaflann í inngangi og framburðarlýsingar einstakra orða í aðaltextanum,
hafði hann umsjón með prentun og prófarkalestri bókarinnar, en hún var prentuð í
Reykjavík sem kunnugt er. Þar sem Blöndal bjó í Kaupmannahöfn þurfti að hafa
traustan umboðsmann í Reykjavík. Af ummælum Sigfúsar má ráða að Jón hefur
verið honum betri en enginn, og Sigfús kallar hann aðalsamstarfsmann sinn og vin
(væntanlega að ógleymdri Björgu Þorláksdóttur Blöndal). Ekki virðist neinn vafi á því
að samstarf þeirra Sigfúsar og Jóns hefur verið með ágætum.
1 Hljóðlýsing nútímamálsins
En hvers vegna hljóðfræði í orðabók? Sigfús greinir frá því í inngangi hvemig það
kom til að sú hljóðlýsing sem er að finna í bókinni var sett í hana. Upphaflega hafði
hann ekki hugsað sér að hafa neina hljóðlýsingu, en segir að smám saman hafi sér
orðið ljóst að það væri algerlega nauðsynlegt að hafa framburðarlýsingar í orðabók af
þessari gerð. Orðabók af þessari gerð, segir hann („af denne Art“, eins og það heitir
á dönsku). Það er e.t.v. ástæða til að staldra aðeins við þetta orðalag. Aðrir þeir sem
eiga greinar í þessu riti hafa meira til málanna að leggja um það hvers konar orðabók
Blöndalsorðabók er, en ég get þó ekki alveg orða bundist. í upphafi inngangsins vitnar
Sigfús til þess að til séu bækur um eldra málið, en þörf sé fyrir lýsingu á yngra máli.
Ekki standi það bara vísindunum fyrir þrifum, heldur líka hversdagslífinu. Það er
71