Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 74
62
Orð og tunga
7.800 uppflettimyndumeru aðeins rúmlega 2.200 á báðum stöðum, yfir 3.400 uppfletti-
myndir sem eru í norræna verkefninu er ekki að finna í Blöndalsbók og Blöndalsbók
hefur að geyma 2.184 uppflettimyndir sem ekki koma fram í norræna verkefninu:
Uppflettimyndir sem eru bæði í Blöndalsbók og norræna verkefninu: 2.202
Uppflettimyndir í norræna verkefninu sem ekki eru í Blöndalsbók: 3.453
Uppflettimyndir í Blöndalsbók sem ekki eru í norræna verkefninu: 2.184
Uppflettimyndir í báðum verkum samtals: 7.839
Tafla 1: Uppflettimyndir í Blöndalsbókog norræna verkefninu
Munurinn á uppflettiorðum í verkunum tveimur er þó engan veginn eins mikill
og þessar tölur gefa til kynna þar sem listarnir voru bomir saman í tölvu án þess að
tekið væri tillit til afbrigða í stafsetningu eða orðmyndun. Uppflettimyndirnar Akr-
nesingur í Blöndal og Akumesingur í norræna verkefninu birtast því sem mismunandi
uppflettiorð og sömu sögu er að segja um alfrœðisorðabók í Blöndal og alfrœðiorða-
bók í norræna verkefninu og aprílslilaup í Blöndal og aprílhlaup í norræna verkefninu.
Stundum er um að ræða raunverulegar breytingar á samsetningarmyndum, eins og í orð-
unum alfrœðisorðabók/alfrœðiorðabók, guðfrœðisdeild/guðfrœðideild og heimspekis-
deild/heimspekideild, en svo er ekki alltaf, eins og sjá má af stafsetningarafbrigðunum
Akrnesingur og Akumesingur.
Sum afbrigði virðast jafnmikið á reiki nú og fyrir sjötíu árum, t.d. hvort samsetn-
ingarmynd er í eignarfalli eintölu eða fleirtölu, og stofnbrigði flækja málið enn frekar.
Sem dæmi um þetta má nefna að hugsanleg afbrigði af orðinu aðgerðarlaus eru átta:
-gerðar- -gerða- -gjörðar- -gjörða-
að- aðgerðarlaus aðgerðalaus aðgjörðarlaus aðgjörðalaus
at- atgerðarlaus atgerðalaus atgjörðarlaus atgjörðalaus
Tafla 2: Dæmi um afbrigði í orðmyndun
Aðeins tvö af þessum afbrigðum koma fyrir í Blöndalsbók, aðgerðalaus og atgerðalaus.
Annað þeirra er í norræna verkefninu, aðgerðalaus, en önnur tvö finnast í Ritmálsskrá
Orðabókar Háskólans (Rskr.), aðgjörðalaus og aðgjörðarlaus?
Mismunurinn á orðaforðanum í norræna verkefninu og í Blöndalsbók virðist að
talsverðu leyti vera fólginn í atriðum af þessu tagi enda er það stundum hending hvaða
orðmynd er sett upp sem uppflettimynd.
2Ritmálsskrá OH er tölvutækur listi um öll uppflettiorð í stærsta seðlasafni Orðabókarinnar, ritmálssafni.
Þar finnast þrjú afbrigði af sambærilegu afleiddu nafnorði, aðgerðaleysi, aðgerðarleysi og atgjörðaleysi.