Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 37

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 37
Veturliði Óskarsson: Tæk orð og miður tæk í Blöndalsorðabók 1 Inngangur Blöndalsorðabók geymir mikilvæga vitneskju um íslenska málstefnu þess tíma þegar hún var tekin saman, einkum um þann þátt málstefnunnar sem snýr að orðaforðanum. í þessu erindi verður hugað dálítið að þessu sviði, einkum tökuorðum og slettum. Eins og þeim er ljóst sem til Blöndalsorðabókar þekkja merktu Sigfús Blöndal og samstarfsmenn hans með spurningarmerki þau orð sem töldust miður hæf í vönduðu máli og tóku í því tillit til skoðana málsmetandi manna síns tíma. Um það eins og margt annað varð bókin fyrirmynd hins svokallaða nýja viðbætis Blöndalsorðabókar og orðabókar Menningarsjóðs. Það lýsir vel einhverjum snarastaþætti íslenskrar málstefnu fyrr og nú að langflest spurningarmerkin í Blöndalsorðabók eru við tökuorð og útlenska nýmerkingu. Stöku sinnum eru orð að vísu spurnarmerkt af öðrum ástæðum, svo sem ef.-myndin kaffibœtirs, hellidynjandirigning sem eitt orð og kall í samsetningunni tíkall, auk þess sem viðurkennd tökuorð eru stundum spurnarmerkt ef ritháttur er annar en sá sem hefð var komin á, svo sem lúmber og trompf (fyrir lomber og tromf eða tromp). Önnur aðferð Blöndalsorðabókar við að sýna að eitthvað teldist ekki hæfa fyllilega í vönduðu máli var að merkja orð sem alþýðumál eða talmál („pop.“ = d. populœr). Það er víða gert, t.d. við smækkunarmyndir eins og manni og sýsli (dregnar af maður og sýslumaður) og við vafasamar orðmyndir eins og Sturli í nefnifalli í stað Sturla. Orð sem óvirðing felst í eru líka stundum merkt á þennan hátt, t.d. klepptœkur og þjóðsagnasnuddari í merkingunni ‘þjóðsagnafræðingur’ (d. folklorist). Vafasamar framburðarmyndir eru einnig merktar á þennan hátt, t.d. frb. [ras:cöf] fyrir rasgjöf og [ahtla] fyrir œtla, og sum kerfisleg atriði líka, t.d. þegar kyn er annað en hið hefðbunda, eins og öm í kvenkyni,fœtur í fleirtölu í kvenkyni og vœttur í karlkyni. Loks er þetta stundum gert við tökuorð sem ekki hefur þótt ástæða til að amast við að öðru leyti, 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.