Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 104

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 104
92 Orð og tunga nútímabókmenntum (Finnur Jónsson 1923:297-299). Sama ár birtist ritdómur Boga Olafssonar í Skírni sem einnig var mjög jákvæður, bæði með tilliti til orðaforðans, framburðar og þýðinga. Hann getur þess líka sérstaklega hve mikið sé af orðum í bókinni „er varpa ljósi yfir alþýðumenningu vora, leika, kreddur, hjátrú, verkfæri, vinnuháttu o.fl.... en þetta munu menn þó kunnaenn þábetur að meta, er stundir líða fram“ (Bogi Ólafsson 1923:202-203). Bogi telur að vafalaust muni einhverjum þykja rangt raðað merkingum á stöku stað í bókinni, en þó sé hæpið að leggja dóm á þetta, uns málið hafi verið vendilega athugað í hverju byggðarlagi, orðum safnað og merkingar bornar saman. Honum fannst höfundur hafa tekið upp of mikið af orðum sem ekki hefðu fengið borgararétt í málinu eða nýyrði sem lítil eða engin lfldndi væru til að nokkur maður mundi nokkurn tíma vilja líta við. Ritdómari taldi einnig að bókin mundi halda uppi minningu höfundar og votta elju hans, atorku og lærdóm. Þegar orðabókin var öll komin út skrifaði Jóhannes L. L. Jóhannsson nokkuð langan ritdóm í Skírni 1925. Hann taldi einn af höfuðkostum bókarinnar, hve mikið hún hefði af ágætum héraðaorðum, sem ekki fyndust í bókum heldur eingöngu í talmáli. Hann þakkar Jóni Ófeigssyni líka mikinn hlut hans í þessu efni bókarinnar. Jóhannes taldi líka að ekki aðeins Dönum og öðrum útlendingum sem kynnu dönsku nýttist þessi bók vel heldur væri Islendingum mestur gæðafengur í þessu þarfaverki, þar sem hún væri máttugt meðal til að kynna útlendingum þjóð vora og land og tungu. En hún væri líka ómetanlegur fjársjóður fyrir Islendinga vegna þess að hún legði grundvöllinn „undir orðabókasamning íslenzkunnar í allri framtíðinni“. Jóhannes dáðist að þrennu við útgáfu verksins: 1) áræði og dugnaði Sigfúsar að hrinda því af stað, 2) frumlegri hugkvæmni Bjargar Þorláksdóttur að stofna orðabókarsjóðinn til að halda útgáfunni áfram, og 3) vandvirkni og nákvæmni Jóns Ófeigssonar við umsjón með prentun og prófarkalestri. Og svo þótti honum það vera Gutenberg og íslenskri prentiðn til stórsóma (Jóhannes L. L. Jóhannsson 1925:219-226). I Eimreiðinni 1925 er stutt grein í þættinum Ritsjá um orðabók Sigfúsar, og er höfundur hennar Sveinn Sigurðsson ritstjóri. Hann telur það mikið vandaverk að velja orðin í bókina, en þar sé fjöldi orða sem aðeins komi fyrir örsjaldan í málinu, auk fjölda nýyrða, sem e.t.v. hafi varla verið notuð af öðrum en þeim sem bjuggu þau til. Hann finnur líka að orðum sem séu afbökuð danska, eins og frígera, sekreteri, selapinni og selskapur. I greininni segir að e.t.v. fái Eimreiðin síðar hæfan sérfræðing til að skrifa ítarlegan ritdóm um þetta merkilega verk (Sveinn Sigurðsson 1925:188-189), en ekki varð úr því. Þau áhrif sem orðabók Blöndals hefur haft, eru meiri en svo að hægt sé að meta þau að einhverju gagni. Flestar orðabækur íslenskar síðan hafa að einhverju leyti sótt efni til hennar. Fyrst má nefna danska orðabók Freysteins Gunnarssonar 1926 en hann segir í formála hennar að hann hafi fyrst og fremst notið orðabókar Sigfúsar Blöndals við að bæta um þunglamalegar þýðingar og stirðar í bók Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili og Björns Jónssonar frá 1896: „Er þar mikill og góður efniviður á einum stað fyrir hvern þann, sem leysa þarf verkefni, er við koma íslenzkri tungu.“ Og áfram segir Freysteinn: „Auk þess hef ég farið yfir hana alla og tekið upp allmikið af dönskum orðum og þýðingum, sem vanta mundi í bækur þær aðrar, sem ég hef stuðst við ... í orðabók S.Bl. er um svo auðugan garð að gresja, að meiri tíma þarf en mér var afskamtáður og meiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.