Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 34

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 34
22 Orð og tunga Þegar fram í sótti kom til sögunnar vinur og velgjörðamaður Sigfúsar, Björn Magnússon Ólsen, prófessor við hinn nýstofnaða Háskóla íslands í Reykjavík. Hann hafði safnað orðum úr mæltu máli um árabil og fengið styrk úr Carlsbergs-sjóði til að ferðast um landið í því skyni á árunum 1884-1893. Ætlun hans hafði verið að semja yfirgripsmikla orðabók um alþýðumálið á grundvelli slíkrar söfnunar en ýmis önnur vísindastörf, embættisskyldur, svo og hnignandi heilsa, þegar hér var komið sögu, ollu því að hann fékk það verk ekki til lykta leitt með þeim hætti sem hann hafði hugsað sér í öndverðu. Með vitund og vilja Carlsbergs-sjóðsins var ákveðið að Sigfús fengi safn Bjöms til fullra og frjálsra afnota og að auki fékk hann styrk úr sjóðnum til að vinna úr safni Björns, auka það og fella inn í orðabók sína. Frá miðju ári 1917 og fram til síðsumars 1918 dvaldist Sigfús í Reykjavík og rannsakaði þá m.a. óprentuð orðasöfn í Landsbókasafni og lét orðtaka fyrir sig orðasöfn Hallgríms Scheving þar sem mikið er af orðum úr mæltu máli víðs vegar af landinu. A þessum tíma var nokkurt starfslið við orðabókarverkið, þ.á m. Björn Karel Þórólfsson og Þórbergur Þórðarson sem báðir miðluðu orðabókinni efni úr mæltu máli af sínum heimaslóðum og víðar að, og fleiri samverkamenn lögðu efni af mörkum við undirbúning að útgáfu, við ritstjóm og prófarkalestur verksins. Bæði Sigfús og Jón Ófeigsson fengu sendar orðasyrpur og skrár og nefnir Sigfús t.d. skaftfellskt orðasafn frá sr. Jóni Jónssyni í Stafafelli og orðasafn úr Vestmannaeyjum frá Þorsteini Jónssyni héraðslækni. Einnig kom orðasafn frá Ólafi Davíðssyni úr fómm Björns M. Ólsens. Eftir Björn látinn komu fram enn fleiri orðasöfn úr mæltu máli, t.d. frá Bjarna Jónssyni kennara í Reykjavík. Aftur nefnir Sigfús sérstaklega að Þórbergur Þórðarson hafi látið í té mikilvægt safn orða úr alþýðumáli,2 og enn fremur hafi Jón Helgason og Björn Karel Þórólfsson lagt slíkt efni af mörkum. Jón Ófeigsson hafi að auki fengið í hendur orðasafn úr Þingeyjarsýslu sem Arnór Sigurjónsson skólastjóri hafi tekið saman. Af öllu þessu má sjá að Sigfús hefur lagt sig mjög eftir því að safna orðafari úr mæltu máli og geta heimilda sinna með þeim hætti að binda tiltekin orð og merkingar við landshluta, sýslur eða sveitir. Hann hefur viðað að sér efni, gömlu og nýju, alls staðar að en reyndar virðist hann hafa fengið einna mest af Suður- og Suðausturlandi. Að fenginni reynslu við orðabókarstarfið slær hann þó þann varnagla að með þessu sé alls ekki fullyrt að orð og merking geti ekki komið fyrir annars staðar og víðar en getið er; mörkunin segi í raun aðeins að orð eða merking sé fengin af tilteknum slóðum. Hér víkur Sigfús að því sem síðari tíma menn hafa reyndar rekið sig á: að staðkennd orð og merkingar í bókinni þekkjast víðar en þar er getið. Kunnugt er t.d. að víða má rekast á orðafar merkt Breiðd. — sumt af því er að líkindum komið frá Stefáni Einarssyni sem vann við bókina um hríð — en samkvæmt fyrirvara Blöndals má einmitt búast við að slíkt efni þekkist víðar um Austfirði og jafnvel í öðrum landshlutum. Annað atriði sem Sigfús víkur að í formála verks síns er gamalt og úrelt orðafar. Oftar en ekki segist hann hafa rekið sig á það að orð, sem hann taldi löngu dottin upp fyrir, hafi lifað góðu lífi á vörum alþýðu manna. Þetta er reyndar ekki að undra um tungumál sem á sér langa og órofna rithefð því að iðulega má t.d. vekja gömul orð til nýs lífs. En einnig kemur fyrir að orð hverfa úr rituðu máli en reynast svo þegar nánar 2Blöndal: XI; sjá nánarG. Kvaran 1988:57-59.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.