Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 101
Svavar Sigmundsson:
Orðabók Blöndals:
Viðtökur og áhrif
í leikritinu „Sumarið ’ 37“ eftir Jökul Jakobsson spyr Sigrún Davíð tengdaföður sinn upp
úrþurru hvað orðið tótytja þýði. Hún hafði verið að ráðakrossgátu áhárgreiðslustofunni
og ráðningin á einu orðinu var tótytja1 (Jökull Jakobsson 1994:217). Davíð segir síðar:
Orð ... hugsa sér annars öll þau orð sem maður skilur ekki, hugsa sér
bara auðlegð tungunnar: hversdagslegur orðaforði okkar er ekki nema
nokkur hundruð orð segja málfræðingar, hins vegar er til hálf milljón í
málinu, hugsa sér: hálf milljón orð sem eru bara geymd í orðabókum eins
og peningar í banka, ha? heh, peningar í banka: það var orð að sönnu:
orðabækur eru bankar tungunnar. Það er ekki svo fráleitt ha? (226-227)
Nokkru síðar heldur hann áfram:
Hvaða orð var þetta nú aftur, tótytja alveg rétt... ég ætla að ná í Blöndal,
fletta þessu upp ... það væri gaman að vita hvað þetta þýðir ... (gengur að
bókaskápnum) ... hérna kemur — bíðið nú við, við skulum nú sjá — nei
hver fjárinn, þetta er þá Biblían ... (227)
Þessi sviðssetning Jökuls á því hvernig maður getur ruglast á Blöndal og Biblíunni
er ekki út í hött. Blöndal hefur verið ýmsum mönnum eins konar trúarbók á þeim 70
árurn síðan hún kom út. Þannig segir Jón Helgason t.d. í grein um þetta mikla verk:
„Það líður naumast svo dagur að ég noti það ekki; ég ræðst ekki einu sinni í að skrifa
smágrein eins og þessa án þess að hafa það mér hið næsta. Sá einn sem man hvílík
vandræði einatt steðjuðu að hverjum þeim er á einhvern hátt vildi glöggva sig á íslenzku
máli áður en þessi orðabók var til, getur skilið til fulls hvílíkum aldahvörfum hún olli“
(Jón Helgason 1944:130).
'Það skal tekið fram, að lótytja merkir 'telpa við ullarvinnu’ eða ‘rytja’ (í máli Ámesinga), skv. Blöndal
(u. tótitja).
89