Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 21
Guðrún Kvaran:
Rætur og heimildir
1 Inngangur
Þegar Sigfús Blöndal hófst handa, ásamt Björgu konu sinni, við að semja íslenska
orðabók með dönskum skýringum á sumardaginn fyrsta árið 1903 hefur hann ekki órað
fyrir að verkið tæki þau og samstarfsfólk þeirra 21 ár. Hann hafði gert ráð fyrir mun
styttri tíma til þess að semja orðabók yfir samtímamálið og virðist, eftir því sem fram
kemur í formála, fyrst og fremst hafa ætlað að leita til útgeíinna orðabóka. En hvaða
orðabækur hafði hann við að styðjast þegar verkið hófst?
2 Fyrsta lota — orðabækur
Um aldamótin 1900 var ekki um auðugan garð að gresja hvað orðabókaútgáfu snerti.
Umfangsmestu verkin, sem geíin höfðu verið út, voru fornmálsorðabækur og er þar fyrst
að nefna orðabók Johanns Fritzners sem kom út í einu bindi árið 1867 en síðan aukin
í þremur bindum á árunum 1883-1896. Sigfús getur þess í formála fyrir orðabókinni,
sem skrifaður var 19. júlí 1924 og ég mun oftar vísa til í yfirliti mínu, að sú orðabók
hafi komið að litlu gagni þar sem hún nái fyrst og fremst yfir foma málið.
Formáli Sigfúsar er skrifaður í fyrstu persónu en þar sem ég ætla að Björg hafi verið
með í ráðum frá upphafi um skipulag og áætlun orðabókarinnar eigna ég þeim báðum
þann þátt.
Orðabók Fritzners var þó ekki fyrsta orðabókin yfir foma málið sem gefin hafði
verið út. Eldri var orðabók Eiríks Jónssonar, Oldnordisk ordbog, sem kom út í Kaup-
mannahöfn 1863. Þessa orðabók nefnir Sigfús án athugasemda.
Þriðja fornmálsorðabókin, sem Blöndal hafði undir höndum, var bók þeirra Richard
Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar sém prentuð var í Oxford á árunum 1874—1876.
Þessa orðabók telur Sigfús vera langfullkomnustu orðabókina yfir forna málið og þá
bestu hvað merkingarskýringar varðar.
9