Orð og tunga - 01.06.1997, Page 21

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 21
Guðrún Kvaran: Rætur og heimildir 1 Inngangur Þegar Sigfús Blöndal hófst handa, ásamt Björgu konu sinni, við að semja íslenska orðabók með dönskum skýringum á sumardaginn fyrsta árið 1903 hefur hann ekki órað fyrir að verkið tæki þau og samstarfsfólk þeirra 21 ár. Hann hafði gert ráð fyrir mun styttri tíma til þess að semja orðabók yfir samtímamálið og virðist, eftir því sem fram kemur í formála, fyrst og fremst hafa ætlað að leita til útgeíinna orðabóka. En hvaða orðabækur hafði hann við að styðjast þegar verkið hófst? 2 Fyrsta lota — orðabækur Um aldamótin 1900 var ekki um auðugan garð að gresja hvað orðabókaútgáfu snerti. Umfangsmestu verkin, sem geíin höfðu verið út, voru fornmálsorðabækur og er þar fyrst að nefna orðabók Johanns Fritzners sem kom út í einu bindi árið 1867 en síðan aukin í þremur bindum á árunum 1883-1896. Sigfús getur þess í formála fyrir orðabókinni, sem skrifaður var 19. júlí 1924 og ég mun oftar vísa til í yfirliti mínu, að sú orðabók hafi komið að litlu gagni þar sem hún nái fyrst og fremst yfir foma málið. Formáli Sigfúsar er skrifaður í fyrstu persónu en þar sem ég ætla að Björg hafi verið með í ráðum frá upphafi um skipulag og áætlun orðabókarinnar eigna ég þeim báðum þann þátt. Orðabók Fritzners var þó ekki fyrsta orðabókin yfir foma málið sem gefin hafði verið út. Eldri var orðabók Eiríks Jónssonar, Oldnordisk ordbog, sem kom út í Kaup- mannahöfn 1863. Þessa orðabók nefnir Sigfús án athugasemda. Þriðja fornmálsorðabókin, sem Blöndal hafði undir höndum, var bók þeirra Richard Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar sém prentuð var í Oxford á árunum 1874—1876. Þessa orðabók telur Sigfús vera langfullkomnustu orðabókina yfir forna málið og þá bestu hvað merkingarskýringar varðar. 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.