Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 50

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 50
38 Orð og tunga Hér kemur fram það sem nefnt var í upphafi, að hlutverk þessara efnisatriða er samslungið, málsháttur getur t.d. birt tiltekin setningareinkenni og heimildardæmi getur falið í sér orðtak eða beinlínis verið ætlað að sýna notkun þess. Áður en ég kem nánar að dæmum og dæmanotkun í orðabók Blöndals langar mig að staldra ögn við stöðu efnisatriða af þessu tagi gagnvart þeim sem semur orðabókarlýsinguna og huga að mismunandi ástæðum fyrir aðild þeirra að textanum. Með mikilli einföldun, og fyrirvörum um ólíkar aðstæður í einstökum tegundum orðabóka, má segja að sá sem semur textann sé annars vegar að fást við efnisatriði sem spretta fram og mótast við sjálfa orðlýsinguna, atriði sem hann setur fram til að sýna notkun orðsins í tilteknu hlutverki eða merkingu. Þetta á sérstaklega við um mynsturdæmi, sem birta setningarleg einkenni, og lýsandi dæmi í fyllri mynd. En heimildardæmi geta einnig verið dregin inn í textann á þessum forsendum, þannig að ritstjórinn svipist um eftir staðfestum dæmum um tiltekið einkenni, t.d. leiti þeirra í tölvutækum texta. Hins vegar er um að ræða atriði sem leita beinlínis inngöngu í orðabókartextann og móta hann að meira eða minna leyti. Þetta á oft við um heimildardæmi sem eru til marks um athyglisverða eða frumlega notkun orðsins, og í sumum tegundum orðabóka liggja heimildardæmi reyndar að miklu leyti til grundvallar orðabókartextanum. Orðtök hafa athyglisverða stöðu í þessu sambandi. Merkingarlega eru þau illa til þess fallin að sýna dæmigerð einkenni þess flettiorðs sem um ræðir, enda liggur ekki beint við að ákveða hvar þau eigi helst heima. Á hinn bóginn mynda þau formlega sterka heild og merkingarleg sérstaða þeirrar heildar gagnvart einstökum orðum sem hún er mynduð af knýr á urn að þeim séu gerð skil í orðabókartextanum. Málshættir eru jafnvel enn skýrari dæmi um efnisatriði sem leita inngöngu í orða- bókartextann vegna eigin verðleika, ef svo má segja. Einkenni þeirra sem meitlaðra spakmæla hljótaalltaf að yfirgnæfa það hlutverk sem þeim gæti verið ætlað sem lýsandi dæmum um tiltekið merkingarafbrigði eða setningargerð. Það er ekki vandalaust að semja orðabókarlýsingu sem byggð er á traustum og sýni- legum efniviði en dregur jafnframt fram megineinkenni orðanna, tengir saman samstæð atriði og birtir lesendum aðgengilega heildarmynd. Þessi vandi er víða áþreifanlegur í orðabók Blöndals og speglast ekki síst í meðferð og framsetningu notkunardæma. 3 Setningarbundin dæmi, þrjár megintegundir í þeirri lauslegu umfjöllun sem hér fer á eftir takmarka ég hugtakið notkunardæmi í að- alatriðum við þau dæmi sem fram koma í mynd heilla setninga (eða stærri textaeininga) eða bera með sér að um styttar setningar er að ræða. Slík afmörkun er í samræmi við þann skilning sem almennt er lagður í hugtakið notkunardæmi innan orðabókarfræðinn- ar þó að hún eigi sér hins vegar ekki beinlínis stoð í efnisskipan þess orðabókartexta sem hér er verið að skoða, eins og fram hefur komið. Hér er ekki um neina heildarathugun að ræða enda ekki hlaupið að því að kryfja allt dæmaefni bókarinnar. En til þess að fá sem heillegasta mynd hef ég athugað heilan stafkafla, nánar tiltekið stafkaflann b, alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.