Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 88
76
Orð og tunga
vera eðlilegur og skýrari en það sem kemur fram t.a.m. í frásögninni af rannsóknum
Björns Guðfinnssonar í Mállýzkum II (1964:81-2).
3.3 Samhljóð
Táknun samhljóða hjá Jóni Ófeigssyni er frábrugðnari því sem nú tíðkast en táknun
sérhljóða. Yfirlit um táknin er gefið í töflu 3.
Lokhljóð: [p, t, k, b, d, q, g]
Önghljóð: [f, v, w, s, þ, ð, j, t, h, lj, q, i, xw]
Hljómendur: [r, p, 1, X, m, p, n, v, q, Q]
Dæmi um hljóðritun:
hreinsa: [hpein sa]
hreinn: [hpeid v]
stagbœta: [sdaqbai da,-bai ta]
stagl: [sdagX\
vanta: [vav da, van ta]
Tafla 3: Samhljóðatákn
Jón sleppir t.a.m. að tákna röddun og fráblástur í lokhljóðum. Þannig eru bollulaus
[b, d, g] tákn fyrir linu lokhljóðin og h-laus [p, t, k] tákn fyrir fráblásnu lokhljóðin.
Tals verður skoðanamunur var meðal fræðimanna á þessari tíð um muninn á harðhlj óðum
og linhljóðum og gætir þess í umfjöllun Jóns. Margir, þ.á m. Henry Sweet, höfðu talið
að linhljóðin væru rödduð. Einnig vitnar Jón í athuganir Biirgel Goodwins, þar sem
hann heldur fram býsna flóknum reglum um röddun hljóðanna. Jón tekur hins vegar
undir með Sveinbirni Sveinbjörnssyni, sem hafði haldið því fram að öll lokhljóðin væru
meira og minna órödduð. Hann telur því að ekki sé ástæða til frekari aðgreiningar en
felst í þessum tveimur táknagerðum, og [b, d, g] eigi að túlka sem „ustemte, uaspirerte
Tenues“ og [p, t, k] sem „aspirerte Tenues“. Þetta kemur heim við það sem nú er talið.
Táknin fyrir framgómmælt lokhljóð eru einhvers konar límingarstafir af hásteflings
‘g’ og ‘j’ og litlu ‘k’ og ‘j’. Táknið fyriróraddað framgómmælt önghljóðeins og í hjól
er samsvarandi límingarstafur ‘h’ og ‘j’, og fyrirraddað uppgómhljóðer notað ‘q’. Jón
gerir ekki greinarmun á framgómmæltu og uppgómmæltu nefhljóði eins og í lengi -
langur.
Eins og áður sagði er reglan sú í hljóðritunarkerfinu að nota gríska stafi sem samsvara
latneskum til að tákna óraddaða hljómendur. Þannig táknar ‘p’ óraddað r, ‘X' óraddað I,
‘p' óraddað m og ‘v’ óraddað n. Gómmælt nefhljóð er táknað með ‘rj’ og samsvarandi
óraddað hljóð er táknað með sama tákni á hvolfi. Jón virðistgera ráð fyrirþvíað þar sem
‘h’ er ritað í upphafi orðs komi bæði [h]-hljóð og óraddaður hljómandi, eins og í hreinsa
[hpein sa]. En um þetta hafa verið dálítið deildar meiningar meðal hljóðfræðinga í
seinni tíð.