Orð og tunga - 01.06.1997, Page 88

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 88
76 Orð og tunga vera eðlilegur og skýrari en það sem kemur fram t.a.m. í frásögninni af rannsóknum Björns Guðfinnssonar í Mállýzkum II (1964:81-2). 3.3 Samhljóð Táknun samhljóða hjá Jóni Ófeigssyni er frábrugðnari því sem nú tíðkast en táknun sérhljóða. Yfirlit um táknin er gefið í töflu 3. Lokhljóð: [p, t, k, b, d, q, g] Önghljóð: [f, v, w, s, þ, ð, j, t, h, lj, q, i, xw] Hljómendur: [r, p, 1, X, m, p, n, v, q, Q] Dæmi um hljóðritun: hreinsa: [hpein sa] hreinn: [hpeid v] stagbœta: [sdaqbai da,-bai ta] stagl: [sdagX\ vanta: [vav da, van ta] Tafla 3: Samhljóðatákn Jón sleppir t.a.m. að tákna röddun og fráblástur í lokhljóðum. Þannig eru bollulaus [b, d, g] tákn fyrir linu lokhljóðin og h-laus [p, t, k] tákn fyrir fráblásnu lokhljóðin. Tals verður skoðanamunur var meðal fræðimanna á þessari tíð um muninn á harðhlj óðum og linhljóðum og gætir þess í umfjöllun Jóns. Margir, þ.á m. Henry Sweet, höfðu talið að linhljóðin væru rödduð. Einnig vitnar Jón í athuganir Biirgel Goodwins, þar sem hann heldur fram býsna flóknum reglum um röddun hljóðanna. Jón tekur hins vegar undir með Sveinbirni Sveinbjörnssyni, sem hafði haldið því fram að öll lokhljóðin væru meira og minna órödduð. Hann telur því að ekki sé ástæða til frekari aðgreiningar en felst í þessum tveimur táknagerðum, og [b, d, g] eigi að túlka sem „ustemte, uaspirerte Tenues“ og [p, t, k] sem „aspirerte Tenues“. Þetta kemur heim við það sem nú er talið. Táknin fyrir framgómmælt lokhljóð eru einhvers konar límingarstafir af hásteflings ‘g’ og ‘j’ og litlu ‘k’ og ‘j’. Táknið fyriróraddað framgómmælt önghljóðeins og í hjól er samsvarandi límingarstafur ‘h’ og ‘j’, og fyrirraddað uppgómhljóðer notað ‘q’. Jón gerir ekki greinarmun á framgómmæltu og uppgómmæltu nefhljóði eins og í lengi - langur. Eins og áður sagði er reglan sú í hljóðritunarkerfinu að nota gríska stafi sem samsvara latneskum til að tákna óraddaða hljómendur. Þannig táknar ‘p’ óraddað r, ‘X' óraddað I, ‘p' óraddað m og ‘v’ óraddað n. Gómmælt nefhljóð er táknað með ‘rj’ og samsvarandi óraddað hljóð er táknað með sama tákni á hvolfi. Jón virðistgera ráð fyrirþvíað þar sem ‘h’ er ritað í upphafi orðs komi bæði [h]-hljóð og óraddaður hljómandi, eins og í hreinsa [hpein sa]. En um þetta hafa verið dálítið deildar meiningar meðal hljóðfræðinga í seinni tíð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.