Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 54
42
Orð og tunga
Oftar er það þó orðið sjálft og notkun þess sem athyglin á að beinast að, eins og fram
kom í dæmunum hér á undan. Og þá er það ekki alltaf breytileiki í merkingu heldur
einnig beinlínis sá frumleiki sem felst í myndun orðsins sem er hvatinn að birtingu
dæmisins:
brennivíns-kastali [...] egl. Spiritusborg; — i overf. Bet. om Steder,
hvor der udskænkes megen Spiritus; om Kystdamperne: hérflýtur hver
brennivínskastalinn eftir annan íkring um landið (Alþ. ’ 11, B. 665)
brútækur [...] som man kan bygge Bro over: mönnum hefir einmitt
nú nýlega hugkvæmst að áin sé brútœk, með kostnaði, sem kallast má
bœrilegur (Alþ. ’ 11, B. II. 1388)
bágmistur [...] som man vanskelig kan undvære: það bágmist var þér
(StStAndv. III. 192)
Þegar þetta sjónarmið fær að njóta sín er ekki að undra þótt kveðskapardæmi séu
fyrirferðarmikil í textanum. Og þar með er komið til sögunnar annað atriði sem getur
verið hvati að heimildardæmi í orðabókartextanum en það er áhugi á einstökum höfundi,
höfundareinkennum eða höfundarverki.
Hér á undan kom fram dæmi úr kveðskap Stephans G. Stephanssonar. Kvæði
Stephans eru drjúg uppspretta heimildardæma í orðabókinni, og oft eru þau dæmi til
vitnis um einstaklingsbundna myndun eða skáldskaparleg tilþrif fremur en almennt
mál:
beinsorfinn [... ] (om et Ben) hvor af alt Kpd er pillet, saal. at kun Benet
er tilbage: b. handleggur benti til bergsins (StStAndv. II. 304)
blágljár [...] blaa og glinsende: tillitiðblágljáuaugnanna (StStAndv. III.
38)
bótleysa [...] ingen Bod, ingen Erstatning, Skade: þvíárþriðjungsbrotinu
er b. að (er til Skade) (StStAndv. I. 193)
Það er athyglisvert að öll þessi dæmi, og reyndar fleiri úr kveðskap Stephans
G„ eru einnig stakdæmi í seðlasafni Orðabókar Háskólans. Það er til marks um
sameiginlegan áhuga á því orðfæri sem einkennir kvæði hans og staðfestir um leið að
um einstaklingsbundið málfar er að ræða. Ég nefni Stephan G. aðeins sem skýrt dæmi
um höfund sem mikið kveður að í orðabókartextanum, þeir eru vissulega fleiri. Þar má
t.d. nefna Guðmund Friðjónsson, en mörg þeirra dæma sem tilgreind eru úr kveðskap
hans eru einnig stakdæmi í seðlasafni Orðabókarinnar.
Efnisatriði af þessu tagi sýna að notendum er ætlað að njóta orðabókartextans sem
vitnisburðar um fjölbreytileika og sköpunarmátt tungunnar, og það sjónarmið kemur
ekki aðeins fram í þeirri áherslu sem lögð er á skáldskapardæmi heldur mótar það sjálft
flettiorðavalið að talsverðu leyti. Segja má að þessi einkenni standi víða í vegi fyrir því