Orð og tunga - 01.06.1997, Side 55

Orð og tunga - 01.06.1997, Side 55
Jón Hilmar Jónsson: Til bragðbætis: Um dæmi og dæmanotkun 43 að notandinn geti gengið að einstökum efnisatriðum á vísum stað í orðabókartextanum. I augum kröfuharðra orðabókamotenda nú á dögum er þetta vitaskuld galli. En ekki er sanngjarnt að meta gildi orðabókar Blöndals út frá samtímahugmyndum um efnisskipan orðabóka heldur verður að hafa í huga þau viðhorf og þær venjur sem uppi voru þegar bókin var samin og það margþætta en vissulega lítt skilgreinda hlutverk sem henni var ætlað að gegna. 3.2 Ritstjórnardæmi Ég hef drepið á nokkur atriði sem mér sýnist móta stöðu og meðferð heimildardæma í orðabók Blöndals. Hlutverk ritstjórnardæma er í grundvallaratriðum annars konar. Gagnvart notandanum gegna þau fyrst og fremst lýsandi hlutverki, eru stök lýsandi dæmi um tiltekna notkun eða merkingu. Algengast er að slík dæmi hafi eins konar áréttingar- eða fullnaðargildi til viðbótar undanfarandi efnisatriði (merkingarskýringu, málfræðiatriði eða föstu orðasambandi af einhverju tagi): breyta [...] b. sjer í e-ð, forvandle seg selv til n-t: andinn breytti sjer í nautslíki, Aanden paatog seg en Tyreskikkelse 2. baga [...] 2. vt. med acc. el. dat.: genere, falde til Besvær, trykke: heymarleysið bagar mig,fátœktin bagar honum Ég notaði í upphafi heitið tilviksdæmi um dæmi af því tagi sem fram kemur í fyrri textabútnum, og mynsturdæmi um orðasambandið sem það á við. I síðari textabútnum kemur fram eins konar millistig milli þessara gerða, þar sem notað er persónufornafn í stað nafnorðs. Mörkin milli tilviksdæma og mynsturdæma eru annars víða óskýr í orðabók Blöndals, og hálfgildings mynsturdæmi koma fram í fleiri tilbrigðum: bákna [...] 2. (fást við e-ðþungt) arbejde med Besvær paa n-t (tungt el. vanskeligt): þeir eru að b. við það, de anstrænger seg derved. bangsast [...] b. upp á mann, overfalde en med Skældsord el. Slag. bera út af eign (af bœ osfr.), udsætte ved en Fogedforretning (fra sin Ejendom, Gaard osv.): bóndinn í Litladal var borinn út þaðan (JAÞj. I. 398) Þó að ritstjórnardæmi séu að jafnaði knappari en heimildardæmi og búi ekki yfir höfundarsérkennum til jafns við þau eroft leitast við að látaþau endurspeglaraunveruleg ummæli: 1. bæði [...] b. er það, að þú ert búinn að taka við peningunum, enda vœri þjer það í óhag að rifta kaupunum Ummælin verða ennþá raunverulegri þegar höfundurinn sj álfur hefur orðið, og þeir sem hafa fengist við sömu iðju skynja alvöru málsins:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.