Orð og tunga - 01.06.2010, Page 14
4
Orð og tunga
Ríkjaheiti hafa hér ákveðna sérstöðu eins og áður segir. íslensk
málnefnd tók þau upp á sína arma, fyrst í samnorrænni útgáfu í tíma-
ritinu Sprcík i Norden árið 19743 og eftir það á ýmsan hátt uns breyting-
ar urðu á hlutverki nefndarinnar 2006. Eftir þær breytingar er viðhald
landaheitaskránna hluti almenns ráðgjafarhlutverks Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum4 með sama hætti og aðrar hliðstæð-
ar leiðbeiningar um aðlögun erlendra orða að íslensku máli.
Um samnorrænu ríkjaheitaskrána í Sprák i Norden 1974 segir að
skráin, með dönskum, færeyskum og íslenskum heitum, „omfatter
ikke alle de navneformer og afledninger der er i brug, men blot de
former som Dansk Sprognævn, Fróðskaparsetur Foroya og íslenzk
málnefnd tilráder" (1974:81). Þarna er m.ö.o. á ferðinni einhvers kon-
ar nafnastöðlunarviðleitni. Forvitnilegt er að skoða hinar leiðbeinandi
íslensku nafnmyndir í skránni og bera saman við endurskoðaða gerð
sem birtist í samsvarandi samnorrænni útgáfu 20 árum síðar (Stats-
navne og nationalitetsord 1994). íslensk málnefnd lagði einnig til ís-
lenska efnið í þeirri útgáfu. Þar er víða gengið talsvert lengra en gert
var 1974 í aðlögun ritmyndanna að hefðbundnu sambandi bókstafa og
framburðar í íslensku. í 1. töflu eru heitin Paragnay/Paragvæ og Trini-
dad/Trínidad tekin sem dæmi um hina vaxandi kröfu um aðlögun í
rithætti sem sjá má á tímabilinu. Utgáfan 1974 mælir með Paragnay,
Trinidad en útgáfan 1994 mælir með Paragvæ, Trínidad. í 1. töflu er sýnt
að landabréfabækur Ríkisútgáfu námsbóka, síðar Námsgagnastofn-
unar, hafa Paraguay og Trinidad í útgáfum 1979 og 1989 en aftur á móti
3Skráin í Sprák i Norden 1974 ber yfirskriftina „Navne pá stater. Nationalitetsbe-
tegnelser. Dansk-færosk-islandsk" (1974:81). Halldór Halldórsson og Baldur Jónsson
(1993) segja um íslenska efnið í skránni: „Jakob Benediktsson tók íslensku heitin sam-
an, í fyrstu með aðstoð Helgu Kress" (1993:59).
4Sjá vefsíðuna Landnheiti og höfnðstaðaheiti. Aðrar opinberar eða hálfopinberar
ríkja- og/eða landaheitaskrár hafa komið út sem vafalaust hafa einnig veruleg stöðl-
unaráhrif hver með sínum hætti. Þar má nefna skrána í íslenskum gjaldmiðlaheitum
(1997), skrá utanríkisráðuneytis (sjá Handbók utanrMsrdðuneytisins 2006) og skrá Alm-
annks Háskóla íslands (sjá Almanak fyrir ísland 2009). Þessum þremur síðamefndu
skrám ber í mars 2009 í meginatriðum saman við þá landaheitaskrá sem birt er á
vefsíðu Stofnunar Ama Magnússonar í íslenskum fræðum og á rætur að rekja til
starfsemi íslenskrar málnefndar. Allar skrámar nota t.a.m. ritháttinn Singapúr svo
að dæmi sé nefnt. Þó er ekki algert samræmi. Sem dæmi um mismun má nefna að
vefsíða stofnunarinnar (2009) hefur „Mjanmar [ ] Eða Burma" og íslensk gjaldmiðla-
lieiti (1997) hafa „Burma (Mjanmar)" en Almanak fyrir ísland 2009 hefur hins vegar
„Mýanmar (Búrma)". Aftur á móti nefnir ekki Handbók utanríkisráðuneytisins (2006)
þetta land enda hefur ísland ekki stjórnmálasamband við það.