Orð og tunga - 01.06.2010, Page 19
Ari Páll Kristinsson: Um íslenska örnefnastýringu
5 Verksvið örnefnanefndar
9
Lög voru fyrst sett árið 1913 á íslandi um nafnbreytingar og ný nöfn
á býlum.9 Lög um bæjanöfn o.fl. voru sett 1937 og síðan endurskoðuð
1953 (Þórhallur Vilmundarson 1980:25-26).
1913 Lög um nafnbreytingar og ný nöfn á býlum
1935 Ömefnanefnd
1937 Lög um bæjanöfn o.fl.
1953 Lög um bæjanöfn o.fl. nr. 35/1953
1998 Verulegar breytingar með lögum nr. 40/1998
Ákvæði í 4. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998
1999 Reglugerð um störf ömefnanefndar nr. 136/1999
Ákvæði í reglugerð um Stofnun Áma Magnús-
sonar í íslenskum fræðum nr. 861/2008
3. tafla. Helstu lög og reglur í tæpa öld um bæjanöfn og starf örnefnanefndar
Örnefnanefnd var sett á laggirnar 1935 og starfar nú samkvæmt áður-
nefndum lögum um bæjanöfn o.fl. nr. 35/1953. Hún er stjórnskipuð
og heyrir undir menntamálaráðuneyti. Úrskurðum nefndarinnar má
skjóta til ráðuneytisins samkvæmt stjórnsýslulögum. Á bæjanafnalög-
unum hafa orðið breytingar í tímans rás (sjá Þórhall Vilmundarson
1980 um löggjöfina og helstu breytingar á henni fram til 1978). Af
breytingum síðari ára ber einkum að nefna verulegar breytingar sem
urðu með lögum nr. 40/1998 en þau tóku gildi 1. ágúst 1998. Einnig er
að finna lagaákvæði um verkefni örnefnanefndar frá sama ári í 4. gr.
sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Um störf örnefnanefndar gildir reglu-
gerð nr. 136 frá 22. febrúar 1999. Nefndin hefur nú aðsetur hjá Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem er skrifstofa nefndarinn-
ar skv. reglugerð um stofnunina nr. 861/2008.
Enda þótt bæjanafnalögin hafi tekið nokkrum breytingum á tæpri
öld þá hefur kjarni þeirra og megintilgangur frá upphafi verið hinn
sami, þ.e. að stuðla að skipulagi og festu í vali og notkun þeirra ör-
nefna sem lögin taka til. Meginástæða slíkrar löggjafar er sú að nauð-
9Um öll Norðurlönd hafa verið gefin út stjórnvaldsfyrirmæli og sett lög um ör-
nefnamál, hvort heldur þau varða rannsóknir, stöðlun eða önnur opinber afskipti
af ömefnum. Um ömefnamál á Norðurlöndum má fræðast í safni greina sem birt-
ust í tímaritinu Sprák i Nordeti 2008 og í ýmsum greinum í ráðstefnuritum NORNA-
samtakanna. Einnig er sagt stuttlega frá þeim hjá Ringstam (2005:67-69) sem hefur að
öðru leyti að geyma fróðlegt yfirlit um ömefnastarf á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Heimasíða UNGEGN, sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um ömefni, er fróð-
leiksbrunnur um opinbera skipan örnefnamála um heim allan.