Orð og tunga - 01.06.2010, Page 42
32
Orð og tunga
ara gatna og virðast að minnsta kosti Þórsgata, Lokastígur Njarðargata,
Nönnugata og Urðarstígur hafa fengið nafn 1919. Óðinsgata er elst þess-
ara gatna og tók að byggjast 1908, hinar allar á milli 1920 og 1930 en
samkvæmt uppdrætti Egils voru nöfnin þegar til 1920.
Yngri eru nöfnin á götum sem kenndar eru við persónur í íslend-
inga sögum. Hugsanlegt er að nafnið á lngólfsstræti, sem gefið var 1880
eins og reyndar nafnið Þingholtsstræti, hafi orðið kveikjan að því að
nöfn voru sótt í þessa uppsprettu en þó þarf það ekki að vera. Nafn-
ið Ingólfur varð á mjög stuttum tíma eftir miðja 19. öld vinsælt eig-
innafn og tengdist það sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Því var ekki að
undra að mikilvæg gata á þeim tíma fengi nafn eftir landnámsmann-
inum.
A uppdrættinum frá 1902 er Grettisgata hin eina af fornmannagöt-
unum sem komin er á kort. Hún virðist þó ekki skipulögð gata og ligg-
ur í umhverfi sem merkt er á kortinu „stórgrýti". 1920 er Grettisgata
orðin lögð gata og við hafa bæst Njálsgata og Bergpórugata. Hringbraut
hét þar sem nú er Snorrabraut en það nafn var ekki gefið á austasta
hluta gömlu Hringbrautar fyrr en 1948.
Árið 1935 setti Pétur Halldórsson borgarstjóri á laggirnar nefnd
sem átti að gera tillögur um nöfn á nýjum götum og torgum, eftir
því sem byggingarnefnd Reykjavíkur taldi þörf á. í nefndinni sátu
Ólafur Lárusson prófessor, Pétur Sigurðsson háskólaritari og Sigurð-
ur Nordal prófessor. Svo virðist helst sem leitað hafi verið beint til
þessara þriggja manna þótt allir kæmu þeir úr háskólanum. Magnús
Guðmundsson, skjalavörður Háskóla íslands, leitaði í gömlum fund-
argerðum háskólaráðs frá þessum tíma og í öðrum skjölum sem komu
til greina en fann ekkert um tilnefningu háskólans í nefndina. Einar
Ólafur Sveinsson tók síðar við af Sigurði.
Eitt fyrsta verk þessarar nafnanefndar virðist hafa verið að gefa
nýjum götum í Norðurmýrinni nöfn. Jón Karl Helgason hefur skrifað
um þær nafngjafir í bókinni Hetjan og höfundurinn og vísast til hans
hér á eftir. í ályktun frá götunafnanefndinni í árslok 1936 segir:
Vér höfum valið götunum nöfn eftir fornaldarmönnum, af
því að götur með samskonar nöfnum liggja að þessu hverfi
á tvo vegu. Næst Njálsgötu eru 2 nöfn úr Njálssögu, þá
4 nöfn úr landnámi Ingólfs og síðast 5 nöfn úr Laxdæla
sögu. Inn á milli er skotið nafni Flóka (Jón Karl Helgason
1998:178).