Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 42

Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 42
32 Orð og tunga ara gatna og virðast að minnsta kosti Þórsgata, Lokastígur Njarðargata, Nönnugata og Urðarstígur hafa fengið nafn 1919. Óðinsgata er elst þess- ara gatna og tók að byggjast 1908, hinar allar á milli 1920 og 1930 en samkvæmt uppdrætti Egils voru nöfnin þegar til 1920. Yngri eru nöfnin á götum sem kenndar eru við persónur í íslend- inga sögum. Hugsanlegt er að nafnið á lngólfsstræti, sem gefið var 1880 eins og reyndar nafnið Þingholtsstræti, hafi orðið kveikjan að því að nöfn voru sótt í þessa uppsprettu en þó þarf það ekki að vera. Nafn- ið Ingólfur varð á mjög stuttum tíma eftir miðja 19. öld vinsælt eig- innafn og tengdist það sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Því var ekki að undra að mikilvæg gata á þeim tíma fengi nafn eftir landnámsmann- inum. A uppdrættinum frá 1902 er Grettisgata hin eina af fornmannagöt- unum sem komin er á kort. Hún virðist þó ekki skipulögð gata og ligg- ur í umhverfi sem merkt er á kortinu „stórgrýti". 1920 er Grettisgata orðin lögð gata og við hafa bæst Njálsgata og Bergpórugata. Hringbraut hét þar sem nú er Snorrabraut en það nafn var ekki gefið á austasta hluta gömlu Hringbrautar fyrr en 1948. Árið 1935 setti Pétur Halldórsson borgarstjóri á laggirnar nefnd sem átti að gera tillögur um nöfn á nýjum götum og torgum, eftir því sem byggingarnefnd Reykjavíkur taldi þörf á. í nefndinni sátu Ólafur Lárusson prófessor, Pétur Sigurðsson háskólaritari og Sigurð- ur Nordal prófessor. Svo virðist helst sem leitað hafi verið beint til þessara þriggja manna þótt allir kæmu þeir úr háskólanum. Magnús Guðmundsson, skjalavörður Háskóla íslands, leitaði í gömlum fund- argerðum háskólaráðs frá þessum tíma og í öðrum skjölum sem komu til greina en fann ekkert um tilnefningu háskólans í nefndina. Einar Ólafur Sveinsson tók síðar við af Sigurði. Eitt fyrsta verk þessarar nafnanefndar virðist hafa verið að gefa nýjum götum í Norðurmýrinni nöfn. Jón Karl Helgason hefur skrifað um þær nafngjafir í bókinni Hetjan og höfundurinn og vísast til hans hér á eftir. í ályktun frá götunafnanefndinni í árslok 1936 segir: Vér höfum valið götunum nöfn eftir fornaldarmönnum, af því að götur með samskonar nöfnum liggja að þessu hverfi á tvo vegu. Næst Njálsgötu eru 2 nöfn úr Njálssögu, þá 4 nöfn úr landnámi Ingólfs og síðast 5 nöfn úr Laxdæla sögu. Inn á milli er skotið nafni Flóka (Jón Karl Helgason 1998:178).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.