Orð og tunga - 01.06.2010, Page 53

Orð og tunga - 01.06.2010, Page 53
Hallgrí^nur /. Ámundason: Óformleg örnefni í Reykjavík 43 um hópi sem getur verið bundinn við t.d. ákveðið svæði (landfræðileg dreifing) eða aldurshóp eða stétt, eru t.d. bara notuð meðal barna eða leigubílstjóra. Óformleg örnefni eru ekki ósvipað fyrirbæri og gælunafn á mann- eskju. í síðara tilvikinu er gælunafnið helst notað í mjög þröngum hópi en ekki annars staðar - þar er formlega heitið notað. Og rétt eins og manneskjur geta haft mörg gælunöfn geta t.d. einstök hús haft mörg óformleg nöfn. Maður er nefndur Hallgrímur Jökull. Hann er oftast kallaður Hall- grímur en í ákveðnum hópum Grímsi, Grímur, Halli eða jafnvel í mjög þröngum kreðsum Glakki eða Gingó (hvorttveggja leifar af smábarna- máli). Þarna má hæglega greina stigskiptingu í óformleikanum. Hallgrímur er formlegt nafn, Grímsi, Grímur og Halli óformleg en bundin ákveðnum hópi manna og hafa ákveðna skírskotun í þeim hópi. Glakki eða Gingó hafa mjög takmarkaða skírskotun en gegna hlutverki (sem uppnefni) í mjög þröngum hópi. Sama má segja um einstök hús. Arnargata 4 er í Vesturbænum. íbúar þar höfðu einhvern tíma nefnt húsið Nýjabæ og á öðrum tíma Skaftafell. í daglegu tali var húsið hins vegar nefnt Klumpurinn (af því það var þannig í laginu) eða Kastalinn (af því að útveggirnir voru tenntir efst). Arnargata 4 er formlegasta nafn hússins, Nýibær eða Skaftafell eru formleg að nokkru leyti, af því þau eru gefin af eigendum af ráðnum hug. Klumpurinn og Kastalinn eru óformleg, nokkurs konar uppnefni. Hallærisplanið er nær horfið úr máli manna. Samt var það aðalnafn- ið í munni manna á ákveðnum parti Reykjavíkur um áratuga skeið á shl. 20. aldar. Borgaryfirvöld reyndu að útrýma þessu nafni með öðru formlegra, Ingólfstorgi, og virðist ætla að takast það. Á ákveðn- um tíma var þó einnig til annað óformlegt nafn á torginu, það var kallað Markúsartorg, eftir þáverandi borgarstjóra Markúsi Erni Ant- onssyni. Þetta er dæmi um það að óformlegt ömefni þykir á einhverj- um tímapunkti ekki vera viðeigandi lengur. Þannig var orðið með Hallærisplanið áður og eldra dæmi úr borgarsögunni er þegar reynt var að útrýma nafni Klambratiíns með Miklatúni. Eldra nafnið hefur að ósekju haft neikvæða merkingu, menn hafa tengt það við so. 'klambra (saman)' sem á ekki alls kostar við þar sem túnið er kennt við býlið Klömbur sem þarna var staðsett (merking orðsins er þrengsli, klemma e.þ.u.l.). Síðara dæmið virðist vera tilraun sem misheppnaðist eða hef- ur ekki heppnast að fullu því ef eitthvað er er Klambratún meira not-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.