Orð og tunga - 01.06.2010, Page 58

Orð og tunga - 01.06.2010, Page 58
48 Orð og tunga lifir í breyttri mynd, Skalli hefur flust milli hverfa, Fjalakötturinn hefur annað hlutverk. Ný uppnefni koma í staðinn fyrir þau gömlu en ekki er víst að þau séu komin á bækur ennþá. 5. Barnanöfn. Nöfn í þessum flokki verða til í heimi barnanna, oft í tengslum við leiki. Löggubrekka var sleðabrekka krakkanna á Klepps- holti, ekki langt frá þar sem nú er Gunnarshús á Dyngjuvegi. Nafnið mun þannig tilkomið að hús Agnars Kofoed Hansens þáverandi lög- reglustjóra stóð efst í brekkunni. Kókakólaróló heitir leikvöllur barna fyrir aftan Haga á Hofsvallagötu. Þar var Coca Cola-verksmiðjan Víf- ilfell til húsa á árum áður en nafnið lifir enn meðal barna í hverf- inu. Hólavöllur og Krummavöllur hétu fótboltavellirnir í Hólahverfi í Breiðholti á árunum fyrir 1980. Sá fyrrnefndi kom fyrst og var kennd- ur við hverfið sjálft en Krummavöllur síðar, kenndur við Krumma- hóla. Skógurinn sem stendur á árhólmum Elliðaár neðan Árbæjar- stíflu var kallaður Indjánaskógur eða Dimmiskógur meðal barna í Breið- holti, a.m.k. á 8. og 9. áratug 20. aldar. Barnanöfnum er sérstaklega hætt við að glatast og ná ekki á prent. Það er ekki síst vegna þess að þau ná kannski aldrei að flytjast úr mál- heimi barna í málheim fullorðinna. Þó benda dæmin hér að ofan til þess að þau geti lifað meðal barna í margar kynslóðir. 6. Styttingar. Á ákveðnum tíma var algengt að stýfa nöfn og skeyta viðskeytinu -ó aftan við, sbr. 2. kafla hér að framan. Gömul dæmi um þetta eru t.d. Giíttó, Iðnó og Hressó. Fyrsta nafnið varðveitir einnig gamla framburðarmynd en hin nöfnin eru hreinar stýfingar. Þessi nöfn eru enn algeng, ekki síst í óformlegum útgáfum af nöfnum skóla. Óformlega örnefnið Borgó fyrir Borgarholtsskóli (sem er tiltölulega ný- legur skóli) sýnir að þetta er enn virk aðferð. Nöfn í þessum flokki eru oftast fyrirsjáanleg og segja ekki mikla sögu.11 7. Önnur nöfn. Eins og oftast þegar reynt er að skipta efniviði í huglæga flokka inniheldur sá síðasti fyrirbæri sem falla ekki með góðu móti í neinn hinna flokkana. Rúnturinn er gamalt örnefni í borgarlíf- inu. Upphaflegu rúntarnir voru spásseraðir en ekki eknir eins og síð- ar varð. Þeir voru tveir, kallaðir Litli- og Stóri-Rúntur, fyrrnefndi náði kringum Austurvöll en sá stærri afmarkaðist af Austurstræti, Aðal- stræti, Kirkjustræti og Pósthússtræti. Bílarúntar seinni tíma voru líka uSvavar Sigmundsson (2003:19) minnist á styttingar fomra hreppanafna sem eru með öðmm hætti en hér, t.d. Skálmarnesmúlahreppur sem verður síðar Múlahreppur. Bæði nöfnin eru eftir sem áður formleg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.