Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 70

Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 70
60 Orð og tunga steinsson 1962:390). Af þessu spannst mikil deila milli Finns og Hann- esar á árunum 1924-26, þar sem Finnur álasaði Hannesi fyrir að nota skýringar úr sínu verki, og svo gengu klögumálin á víxl. Birna Lárusdóttir hefur gert grein fyrir þessari deilu í Árbók Forn- leifafélagsins 2004-2005, þar sem hún einnig tekur fyrir skýringar Margeirs Jónssonar, alþýðlegs fræðimanns, á bæjanöfnum, en hann skrifaði um „Torskilin bæjanöfn á Norðurlandi" á 3. áratugnum (Mar- geir Jónsson 1921-1933). Bæjarnafnið íbishóll er í fyrrum Staðarhreppi í Skagafirði, sem hef- ur verið skrifað með ýmsum hætti, t.d. Ypishóll í Jarðabók Árna Magn- ússonar og Páls Vídalíns (IX:89). Finnur taldi að forliður væri e.t.v. mannsnafnið ípir, sem hann telur að gæti verið útlent nafn, og setur þó spurningarmerki við þessa skýringu sína. Hannes taldi að nafnið gæti verið upphaflega Ýbeygishóll, þar sem Ý væri af ýr 'bogi' en útskýrir það ekki nánar. Margeir hafnaði þessum skýringum báðum og taldi að nafnið hefði verið íbeitshóll í upphafi enda sé framúrskarandi beit- arland á jörðinni, ekki síst á hól einum ofan bæjar þar sem nánast aldrei taki fyrir beit, jafnvel í miklum harðindavetrum (Margeir Jóns- son 1989: 214). Orðið íbeit þekkir hann að vísu ekki en að benda megi á orðin ítak og ítala til samanburðar. Margeir leggur því til að ritað verði Ibeitshóll. Þessar mismunandi skýringar þeirra þriggja þar sem engin virðist óyggjandi sýna að þeir Finnur og Hannes eru kannske bundn- ari af málfræðilegum og sögulegum sjónarmiðum en Margeir aftur bundnari náttúrunni og viðhorfi bóndans og eins er hann málstýring- armaður meiri en þeir. Persónulegar deilur og hnútukast þeirra Finns og Hannesar settu svip á þessa umræðu. Birna orðar það svo að þessi skýringarit þeirra séu „frumkvöðlaverk á sínu sviði hér á landi og gefa einnig vísbendingu um tíðarandann og hvernig menn sáu bæði sögu og náttúru endurspeglast í bæjanöfnum í árdaga örnefnafræða á ís- landi" (Birna Lárusdóttir 2007:98). 4 Vandi við örnefnaskýringar Það er allur fjöldi af bæjanöfnum á íslandi sem ekki er skýrður á við- unandi hátt enn þann dag í dag. Það er af því að rithættir nafnanna eru mismunandi á ýmsum tímum, og ekki er auðvelt að vita hver myndin er upphaflegust. Ýmsir nafnliðir eru sjálfsagt horfnir úr málinu ann- ars og ekki alltaf gerlegt að finna samsvarandi orð eða nöfn í skyld-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.