Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 73

Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 73
Svavar Signmndsson: Um örnefnaskýringar 63 (SOL 2003) og í Finnlandi (SP 2007). Bækurnar þrjár úr skandinav- ísku löndunum, einkum þó sú norska, koma að gagni við skýringar á örnefnum okkar. í örnefnaorðabók er nauðsynlegt að reyna að geta þeirra skýringakosta sem til eru og taldir eru skipta máli fyrir skýr- inguna og hefur orðið að taka mið af ýmsum kenningum um uppruna örnefnanna eins og nærri má geta. Að sænsku örnefnabókinni stóðu 10 höfundar. Einn höfundur er að dönsku uppflettibókinni en að þeirri norsku eru þeir níu en aðalhöfundar tveir. Á undanförnum árum hefur orðið til hjá mér efni sem fyllt gæti uppsláttarbók um örnefni með tilraunum til skýringa og almennum skýringum sem settar hafa verið fram í ýmsum greinum og bókum á síðustu áratugum. Vonandi kemur hún út innan ekki allt of langs tíma (Svavar Sigmundsson 2008). Það sem gerir alla skýringavinnu við örnefni seinlega hér á landi er hversu mikil vinna fer í að fletta í heimildaritum til þess að finna elstu ritheimildir, af því að þau hafa ekki verið nafntekin. Til þess að athuga einstakt örnefni getur það kostað uppflettingar í 16 bindum af íslenskum fornritum, 16 bindum af Fornbréfasafninu, 17 af Alþing- isbókunum, 13 af Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og 15 bindum af Sýslu- og sóknalýsingum, auk nafnaskráa um annála, Sturl- ungu og þjóðsagnasöfn. Það gerir um 80 bindi. Ekki er alltaf að treysta þessum útgáfum og þarf þá að fletta í stafréttum útgáfum eða fara í handritin sjálf af því að fílólógíska skráningu vantar á nafnmyndum. Mikið af óútgefnum skjölum, vísitasíum og bréfabókum í handritum er ókannað í því skyni að finna þar örnefni með ýmsum forvitnileg- um rithætti. Sama er að segja um útgefin kort jafnt sem óútgefin að ekki hefur verið skráð hvaða nöfn eru á þeim. Sama er að segja um talsverðan hluta örnefnaskránna í örnefnasafni stofnunarinnar, þann hluta sem ekki hefur verið tölvuskráður enn. Ekki er auðvelt að finna í þeim nema með mikilli leit og flettingum. Því er brýnt að hraða því að tölvuskrá þennan efnivið til þess að gera hann leitarbæran. Þegar því lýkur verður auðveldara að gera sér grein fyrir örnefnunum í heild sinni og fá þá yfirsýn sem nauðsynleg er til þess að hægt sé að koma fram með sem bestar skýringar á þeim.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.