Orð og tunga - 01.06.2010, Side 83

Orð og tunga - 01.06.2010, Side 83
Torfi Hjartarson: Kennarinn og kennileitin 73 starfs má svo segja að hugsmíðahyggjan kalli á opin vinnubrögð og sveigjanleika í námi. Tölvan sem miðill ætti að ýta undir samþættingu námsgreina, þemavinnu og opin verkefni. Hafa ber í huga að tengsl í tíma og rúmi breytast fyrir tilstuðlan tækninnar og hefðbundnu hlut- verki eða áhrifasviði kennara er ögrað. 5 Hvað er átt við með námsefni? Þegar rætt er um útgefið námsefni grunnskóla þarf að gera nokkurn greinarmun á efni eftir notkun og áherslum. Sumt efni má kalla kjarnaefni og liggur í miðjum straumnum þar sem flestir nemend- ur og kennarar koma við, annað efni er fremur jaðarefni sem stöku kennarar grípa til þegar svo ber undir. Sumu efni fylgir ítarefni af ýmsu tagi og vinnuefni er útbreitt. Þá má nefna verkefnahugmynd- ir eða kennsluleiðbeiningar og hvers konar handbækur eða uppfletti- efni. Kvikmyndir, hljóðbækur, teikningar og ljósmyndir eiga sér hefð í skólastarfi og á seinni árum hefur stafrænt efni komið til sögunnar. Hver sem vill efla umfjöllun um örnefni í grunnskólum með útgáfu á námsefni stendur því frammi fyrir býsna flóknu vali um leiðir. Náms- bækur, landakort, landabréfabækur og kortavefsjár koma fljótt upp í hugann en margt annað kemur til greina og getur hentað. 5.1 Dæmi um prentgögn Fyrir um tveimur áratugum réðst ungur höfundur í það verkefni að skrifa tvær námsbækur fyrir miðstig grunnskóla um landafræði Is- lands. Fyrri bókin hét Land og líf(sjá Torfa Hjartarson 1988) og þar var fjallað um lykilþætti í náttúru landsins og sambúð lands og þjóðar; rætt um eldvirkni og landmótun, náttúrufar, þróun byggðar og um- gengni við náttúru. Sú síðari hét Landshorna á milli (sjá Torfa Hjartar- son 1990) og þar var áhersla á að lýsa landshlutum og kynna helstu kennileiti, rekja staðfræði í stuttu máli um leið og reynt var að gefa góða hugmynd um byggð og atvinnuvegi. Höfundur stóð frammi fyr- ir því vandasama hlutverki að gæða staglkenndan fróðleik lífi og vekja áhuga tíu til tólf ára barna á fjarlægum kennileitum. Til þess var beitt ýmsum ráðum. Margar myndir voru í báðum bókum og mikil vinna lögð í að velja saman myndefni sem myndaði sterka sjónræna heild og fól í sér líf, sýndi farartæki á leið um landið, börn að leik, veður, dýralíf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.