Orð og tunga - 01.06.2010, Side 86
76
Orð og tunga
að fram sérstaklega tiltekna flokka kennileita; eyjar, fjöll, vötn, jökla,
fossa, þéttbýli, ár og þjóðgarða. í hverjum flokki eru talin allmörg ör-
nefni og hægt að fá upp staðsetningu á korti ásamt kynningartexta
og Ijósmynd af hverjum stað. Þysja má inn og út í kortaglugga og
færa sig til á landinu með sérstökum örvahnöppum. Mæla má loftlínu
á milli tveggja punkta á kortinu en mælikvarði korts er ekki gefinn
upp. Vissulega er fengur að sjánni en því verður varla á móti mælt
að hún veitir takmarkaðan aðgang að upplýsingum. Ekki eru upplýs-
ingar nema um hluta örnefna á kortinu, örnefni merkt á kortið eru
tiltölulega fá þegar þysjað er inn í nærmynd, textar um kynnta staði
eru sumir knappir og ekki hægt að kalla fram tengdar upplýsingar um
atriði sem þar koma fram. Þá eru ljósmyndir smáar. Ekki er boðið upp
á leit að staðarheitum. Þó að bygging notendaskila og flokkun efnis
séu skýr má búast við að margir vildu sjá lipurra tól og efnisríkari
umfjöllun um landið. Benda má á kortavefsjár sem bjóða upp á loft-
myndir (sjá t.d. Borgarvefsjá og kortavef Já.is) og algengt er í uppfletti-
efni að stiklur í texta vísi á tengdar upplýsingar (sjá t.d. Wikipediu).
Þá eru engar upplýsingar í sjánni um notkunarmöguleika við nám og
kennslu.
íslandsvefurinn (sjá Jóhann ísberg 1998) hefur verið á boðstólum hjá
Námsgagnastofnun en er með nokkuð öðru sniði en Kortavefsjáin. Þar
er boðið upp á mikinn fjölda landslagsljósmynda sem sumar hverjar
má fá upp í sérglugga. Þegar farið er yfir sumar þeirra mynda með
bendli birtast örnefni yfir ákveðnum kennileitum. Auk ljósmynda af
landi eru teikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg af fuglum, fiskum, dýr-
um og gróðri. Myndaflokkum í myndabankanum fylgir texti en við
margar myndanna er enginn texti þegar dýpra er komið í vefinn. Efni
er flokkað eftir landshlutum og flokkum kennileita. Boðið er upp á
myndasýningar og sérstaka umfjöllun um valin efni. Þá eru í vefnum
sérstakar þjónustusíður sem nýst geta ferðalöngum. Hér er á heildina
litið mikið og hagnýtt efni þó að víða vanti texta við myndir. Freist-
andi væri að eiga kost á tengdu efni þar sem örnefni birtast á mynd-
um þannig að smella mætti á kennileiti í hluta myndar til að fá um
það upplýsingar.
Vefir á vegum Námsgagnastofnunar (sjá http://nams.is) eru nokkuð
margir og benda má á ýmsa eftirsóknarverða þætti sem sumir þeirra
búa yfir. í vefjum um dýr á íslandi er t.d. boðið upp á púsl, minnis-
leiki og spurningaleiki, orðskýringar í sprettireitum, upplestur á texta