Orð og tunga - 01.06.2010, Page 86

Orð og tunga - 01.06.2010, Page 86
76 Orð og tunga að fram sérstaklega tiltekna flokka kennileita; eyjar, fjöll, vötn, jökla, fossa, þéttbýli, ár og þjóðgarða. í hverjum flokki eru talin allmörg ör- nefni og hægt að fá upp staðsetningu á korti ásamt kynningartexta og Ijósmynd af hverjum stað. Þysja má inn og út í kortaglugga og færa sig til á landinu með sérstökum örvahnöppum. Mæla má loftlínu á milli tveggja punkta á kortinu en mælikvarði korts er ekki gefinn upp. Vissulega er fengur að sjánni en því verður varla á móti mælt að hún veitir takmarkaðan aðgang að upplýsingum. Ekki eru upplýs- ingar nema um hluta örnefna á kortinu, örnefni merkt á kortið eru tiltölulega fá þegar þysjað er inn í nærmynd, textar um kynnta staði eru sumir knappir og ekki hægt að kalla fram tengdar upplýsingar um atriði sem þar koma fram. Þá eru ljósmyndir smáar. Ekki er boðið upp á leit að staðarheitum. Þó að bygging notendaskila og flokkun efnis séu skýr má búast við að margir vildu sjá lipurra tól og efnisríkari umfjöllun um landið. Benda má á kortavefsjár sem bjóða upp á loft- myndir (sjá t.d. Borgarvefsjá og kortavef Já.is) og algengt er í uppfletti- efni að stiklur í texta vísi á tengdar upplýsingar (sjá t.d. Wikipediu). Þá eru engar upplýsingar í sjánni um notkunarmöguleika við nám og kennslu. íslandsvefurinn (sjá Jóhann ísberg 1998) hefur verið á boðstólum hjá Námsgagnastofnun en er með nokkuð öðru sniði en Kortavefsjáin. Þar er boðið upp á mikinn fjölda landslagsljósmynda sem sumar hverjar má fá upp í sérglugga. Þegar farið er yfir sumar þeirra mynda með bendli birtast örnefni yfir ákveðnum kennileitum. Auk ljósmynda af landi eru teikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg af fuglum, fiskum, dýr- um og gróðri. Myndaflokkum í myndabankanum fylgir texti en við margar myndanna er enginn texti þegar dýpra er komið í vefinn. Efni er flokkað eftir landshlutum og flokkum kennileita. Boðið er upp á myndasýningar og sérstaka umfjöllun um valin efni. Þá eru í vefnum sérstakar þjónustusíður sem nýst geta ferðalöngum. Hér er á heildina litið mikið og hagnýtt efni þó að víða vanti texta við myndir. Freist- andi væri að eiga kost á tengdu efni þar sem örnefni birtast á mynd- um þannig að smella mætti á kennileiti í hluta myndar til að fá um það upplýsingar. Vefir á vegum Námsgagnastofnunar (sjá http://nams.is) eru nokkuð margir og benda má á ýmsa eftirsóknarverða þætti sem sumir þeirra búa yfir. í vefjum um dýr á íslandi er t.d. boðið upp á púsl, minnis- leiki og spurningaleiki, orðskýringar í sprettireitum, upplestur á texta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.