Orð og tunga - 01.06.2010, Side 95

Orð og tunga - 01.06.2010, Side 95
Margrét jónsdóttir: Beyging orða með viðskeytunum -ing og -ung 85 1.2 Virkni viðskeytanna og staða þeirra meðal annarra við- skeyta Viðskeytin -ing og -ung eru sitthvort viðskeytið enda eiga orð með þessum viðskeytum sér ólíka stöðu innan orðmyndunarkerfisins. í báðum tilvikum eru orðin mynduð með afleiðslu. Orð sem enda á -ing eru langoftast með sagnrót í fyrri lið rétt eins og sýning. Sögnin er yfir- leitt sömu gerðar og sýna, þ.e. að uppruna svokallaðar ija-sagnir sem mynda þátíð með tannhljóði (t, d eða ð) + i. Fleiri leiðir eru þó mögu- legar. Orðin með -ung eru oftar en ekki dregin af nafnyrði og eru því með nafnorðs- eða lýsingarorðsrót. Þetta eru orð eins og t.d. hörmung og djörfung; orðin lýsa því ástandi. Það er þó ekki algilt að nafnyrði liggi til grundvallar wng-orðunum. Það sýnir nafnorðið sundrung en það er dregið af sögninni sundra. Rannsóknir Eiríks Rögnvaldssonar (1987) á tíðni nokkurra við- skeyta í nútímamáli sýna ólíka stöðu viðskeytanna tveggja. Sé t.d. miðað við samanlagða tíðni orðmynda með hvoru viðskeyti er -ing í öðru sæti en -ung á hinn bóginn í 42. sæti af 48 viðskeytum. Sé við- miðunin fjöldi róta sem hvort viðskeyti tengist þá er -ing í þriðja sæti og ræturnar 224 en -ung í 38. sæti og ræturnar sjö. I framhaldi af þessu má skoða virkni (frjósemi) viðskeyta frá ýmsum sjónarhornum, t.d. hvort hún hefur haldist sú sama alla tíð. Þannig getur virknin ver- ið mismunandi eftir því hvort hún er metin í sögulegu eða samtíma- legu ljósi. Að því er ing-viðskeytið varðar er nokkuð víst að sögulega virknin hefur verið meiri en sú samtímalega enda forsendurnar aðrar. Það byggist á því að nýjar sagnir eru aldrei eða varla af sömu gerð og sýna. Það leiðir því af eðli máls að viðskeytið -ing er ekki lengur virkt á sömu forsendum og áður enda gamli efniviðurinn uppurinn. Samkvæmt hugmyndum Bauer (2001:205-207) um aðgengi (e. availa- bility) sem annan af tveimur meginþáttum virkninnar hefur það að- gengi sem fóðraði viðskeytið -ing ávallt verið til staðar. Virknin hefur hins vegar verið mismikil eftir tímabilum í samræmi við aðstæður. I ljósi hugmynda Bauer (2001:207-209) um arðsemi (e. profitability) sem hinn meginþáttinn er arðsemi ung-viðskeytisins lítil þrátt fyrir að að- gengi þess að efnivið hljóti alla tíð að hafa verið fullnægjandi. Um það bera tölurnar gleggsta vitnið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.