Orð og tunga - 01.06.2010, Side 97
Margrét Jónsdóttir: Beyging orða með viðskeytunum -ing og -ung 87
áður greint viðskeytin að. Finnur Jónsson (1901:40-41) ræðir líka um
þágufall viðskeyttu orðanna. Langflest dæma hans eru með endingu.
Nokkur dæmi eru um orð án endingar og önnur sem eru ýmist með
eða án endingarinnar, þ.á m. orðið verðimg en það er eina ung-orðið
sem hann nefnir. Finnur segir líka að það sé ekki fyrr en á 11. og 12.
öld að w-endingin fari að hverfa að einhverju marki.5
í (1) sést að nefnifall og eignarfall hafa hvort um sig eina endingu,
þ.e. nefnifall -0 og eignarfall -ar, en þolfall og þágufall tvær hvort.
Venslum þolfalls og þágufalls má lýsa þannig:
(2) Vensl þolfalls og þágufalls
a. þolfall -u => þágufall -u
b. þágufall -u þolfall -u
Þolfallsendingin -u er skilyrt af sömu endingu í þágufalli. Þetta er hins
vegar ekki gagnkvæmt þar sem þágufallsendingin gerir ekki kröfu til
þolfallsendingarinnar.
í bók Noreens (1923:261-262) eru nokkur einkvæð orð, t.d. hlið,
laug og ull, sem beygjast eins og viðskeyttu orðin; einnig orð eins og
t.d. leið,för og vök sem Noreen segir að hafi líka, einkum síðar, beygst
eins og i-stofnar. Af orðum hans má skilja að orðin jörð, sól og öld
tilheyri þessum flokki. í lokin segir hann að öll þessi orð geti, eink-
um þó síðar, beygst eins og hreinir ö-stofnar. Mikilvægt er að hann
undanskilur ekki viðskeyttu orðin. En allt þetta sýnir að beygingin
hefur verið á hreyfingu. Það var alveg eins við því að búast að orð-
in misstu þágufallsendinguna eins og þau fengju endingu í þolfalli.
En í ljósi hugmynda Carstairs (1988:74) um hagkvæmni beygingar-
kerfa, sem byggist á því að nota eins fáa andstæðuþætti og hægt er
að komast af með, hefði mátt reikna með því að orð eins og sýning
hefðu farið að beygjast eins og taug. Þannig hefðu samnöfnin mynd-
að sérstakan flokk en eiginnöfnin annan. Flokkarnir hefðu samt sem
áður orðið tveir. En einhvers konar innri endurskipulagning var óhjá-
kvæmileg vegna þess misræmis sem var innan beygingarkerfis sterkra
kvenkynsorða.
Björn K. Þórólfsson (1925:14) segir að þegar komið sé fram á 14. og
15. öld hafi orð með viðskeytinu -ing yfirleitt endingu í þágufalli ein-
tölu en þau með -ung séu oftast endingarlaus. Hann segir jafnframt
(bls. 80) að á 16. öld fjölgi þeim ing-orðum sem endi -u í þolfalli. Af
5Finnur er ekki sammála Noreen í því að þágufall endi yfirleitt alltaf á -u.