Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 97

Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 97
Margrét Jónsdóttir: Beyging orða með viðskeytunum -ing og -ung 87 áður greint viðskeytin að. Finnur Jónsson (1901:40-41) ræðir líka um þágufall viðskeyttu orðanna. Langflest dæma hans eru með endingu. Nokkur dæmi eru um orð án endingar og önnur sem eru ýmist með eða án endingarinnar, þ.á m. orðið verðimg en það er eina ung-orðið sem hann nefnir. Finnur segir líka að það sé ekki fyrr en á 11. og 12. öld að w-endingin fari að hverfa að einhverju marki.5 í (1) sést að nefnifall og eignarfall hafa hvort um sig eina endingu, þ.e. nefnifall -0 og eignarfall -ar, en þolfall og þágufall tvær hvort. Venslum þolfalls og þágufalls má lýsa þannig: (2) Vensl þolfalls og þágufalls a. þolfall -u => þágufall -u b. þágufall -u þolfall -u Þolfallsendingin -u er skilyrt af sömu endingu í þágufalli. Þetta er hins vegar ekki gagnkvæmt þar sem þágufallsendingin gerir ekki kröfu til þolfallsendingarinnar. í bók Noreens (1923:261-262) eru nokkur einkvæð orð, t.d. hlið, laug og ull, sem beygjast eins og viðskeyttu orðin; einnig orð eins og t.d. leið,för og vök sem Noreen segir að hafi líka, einkum síðar, beygst eins og i-stofnar. Af orðum hans má skilja að orðin jörð, sól og öld tilheyri þessum flokki. í lokin segir hann að öll þessi orð geti, eink- um þó síðar, beygst eins og hreinir ö-stofnar. Mikilvægt er að hann undanskilur ekki viðskeyttu orðin. En allt þetta sýnir að beygingin hefur verið á hreyfingu. Það var alveg eins við því að búast að orð- in misstu þágufallsendinguna eins og þau fengju endingu í þolfalli. En í ljósi hugmynda Carstairs (1988:74) um hagkvæmni beygingar- kerfa, sem byggist á því að nota eins fáa andstæðuþætti og hægt er að komast af með, hefði mátt reikna með því að orð eins og sýning hefðu farið að beygjast eins og taug. Þannig hefðu samnöfnin mynd- að sérstakan flokk en eiginnöfnin annan. Flokkarnir hefðu samt sem áður orðið tveir. En einhvers konar innri endurskipulagning var óhjá- kvæmileg vegna þess misræmis sem var innan beygingarkerfis sterkra kvenkynsorða. Björn K. Þórólfsson (1925:14) segir að þegar komið sé fram á 14. og 15. öld hafi orð með viðskeytinu -ing yfirleitt endingu í þágufalli ein- tölu en þau með -ung séu oftast endingarlaus. Hann segir jafnframt (bls. 80) að á 16. öld fjölgi þeim ing-orðum sem endi -u í þolfalli. Af 5Finnur er ekki sammála Noreen í því að þágufall endi yfirleitt alltaf á -u.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.