Orð og tunga - 01.06.2010, Page 103
Margrét Jónsdóttir: Beyging orða með viðskeytunum -ing og -ung 93
(7) Viðskeytið -ing
FJ SB/S BK +E
þolfall -u (-) -2 (+) +
þágufall -u + -2 (+) +
2 = mörg orð geta haft endinguna
Lýsing Valtýs Guðmundssonar (1922) á beygingu ing-orða fellur vel
að máli líðandi stundar eins og glögglega má sjá í (7). Það kemur
á óvart hve fornleg viðmið Blöndals/Stemanns eru og hve Kress er
lítt afdráttarlaus í skoðunum sínum. Ástæðan gæti verið sú hve mjög
hann miðar við ritmál í allri sinni greiningu. Jón Friðjónsson (1983)
taldi þolfallsendinguna valfrjálsa en breytti svo lýsingu sinni tveimur
áratugum síðar eins og rakið var hér áður.
(8) varðar viðskeytið -ung. +E stendur fyrir tvö rit sem ber saman
um niðurstöður en -E stendur fyrir þrjú rit sem öll eru á öndverðri
skoðun við þau fyrrnefndu. 21
Viðskeytið -ung FJ VG SB/S SE BK +E
þolfall -u (-) - _ Z (+) +
þágufall -u + (+) (+) (+) +
Upplýsingarnar um ung-orðin er nokkuð misvísandi. í sumum yngstu
ritunum er gert ráð fyrir endingarleysi í báðum föllum, öðrum ekki.
Dæmi eru þó ekki alltaf gefin.
2.4 Vensl viðskeyta, beygingarendinga og ákveðna greinis-
ins
í handbókum eru hvergi sýnd dæmi um beygingu ing- og ung-oröa
með ákveðnum greini. Þó finnast dæmi í orðabókum sem sýna beyg-
inguna. í Snorra-Eddu, sbr. Snorra Sturluson (1931:104), er lækningina.
Þetta er í samræmi við endingarlaust þolfall enda getur -i- einungis
verið hluti greinisins. Á hinn bóginn er -u- þá beygingarending.
Guðmundssonar, SE til Stefáns Einarssonar, HH til Halldórs Halldórssonar, JGF til
Jóns G. Friðjónssonar (2006), JHJ til Jóns Hilmars Jónssonar, GK til Guðrúnar Kvaran
(2005) og BIN.
21+E vísar til HH og HÞ en -E til BÍN og JF, þ.e. Jóns Friðjónssonar (1983). Tekið
skal fram að vísað er til Jóns G. Friðjónssonar (2006) = JGF í sambandi við viðskeytið
-ing en Jóns Friðjónssonar (1983) = JF um -ing og -ung enda ræðir hann ekki um hið
síðarnefnda í yngri heimildinni. Aðrar skammstafanir koma fyrir í (7).