Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 108
98
Orð og tunga
Hér sést að gamla beygingin er enn notuð í Biblíunni. Orðið lækning er
alltaf beygt í samræmi við nútímamál nema í dæminu hér. í (13) eru
tvö dæmi um orðið pekking, annað í þágufalli. Orðið er ávallt beygt
í samræmi við nútímann nema í þessum tveimur dæmum og einu að
auki (í þolfalli). Orðið kenning er alltaf beygt skv. nútímamálsbeygingu
nema í þrjú skipti í Markúsarguðspjalli og þá alltaf í samsetta orðinu
erfikenning eins og í b-dæminu.
I því sem skoðað hefur verið er aðeins eitt dæmi um endingarlaust
þágufall, d-dæmið. Að því slepptu fellur málið á Biblíunni undir lið 2
í (11)-
Sú spurning verður áleitin í lokin hvort 3 í (11) eigi sér réttlæt-
ingu í nútímamáli. Svarið blasir ekki við enda dæmin fá. En það segir
ákveðna sögu að hafa þágufallið endingarlaust. Sumir gera það af því
að þeir vilja fyrna málið, halda að þannig eigi það að vera. Dæmi d
í (12) gæti sýnt það, líka d í (13). En slík dæmi eru ekki mörg. Því
má telja það ofvöndun að hafa þágufallið endingarlaust. En jafnframt
sýnir það samræmingarþörfina innan kerfisins: Þar sem þolfallið er
endingarlaust skal þágufallið vera það líka.
Beygingarendingarnar í lið 2 í (11) gætu hafa varðveist í föstum
orðasamböndum og eru því jafnvel bundnar við tungutak sem skal
vera hátíðlegt, jafnvel fornlegt. Þetta gæti því verið skýrt dæmi um
fjórða lögmál Kurylowicz (1945-1949), sbr. líka Collinge (1985:249-
250), um það þegar það gamla, hér beygingarendingar, varðveitast í
þrengra hlutverki en ella, þ.e. hátíðlegu máli. Liður 3 er svo afsprengi
þessa. Á hinn bóginn er nýja formið, hið sjálfgefna, í aðalhlutverki.
Það er hið daglega mál, sbr. 1.
3.3 Viðskeytið -ung
Orð með viðskeytinu -ung sýna eftirfarandi tilbrigði í beygingu sinni.
Algengasta beygingin kemur fyrst. í 3 er litið svo á að í þolfalli sé
endingin -0 algengari en -u en í þágufalli sé röðin öfug.