Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Alls tóku 150 einstaklingar þátt í vinnumarkaðsúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar í síðasta mán- uði; 89 karlar og 61 kona. Þó að at- vinnuleysi mælist nú með því minnsta um áraraðir voru tæplega fjögur þúsund manns skráð at- vinnulaus um seinustu mánaðamót samkvæmt nýjustu tölum Vinnu- málastofnunar. Vinnumark- aðskönnun Hagstofunnar, sem mælir ekki eingöngu skráð atvinnu- leysi, leiðir í ljós að þótt atvinnu- lausum hafi fækkað um 2.600 manns frá í fyrra voru 3.800 konur atvinnulausar á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 3.400 karlar. Enn er því umtalsverð þörf fyrir vinnu- markaðsúrræði. Þau standa alltaf til boða skv. upplýsingum Karls Sigurðssonar, forstöðumanns vinnumálasviðs Vinnumálastofn- unar. „Við höfum lagt áherslu á ákveðna hópa og hefur verið lögð áhersla á útlendinga og háskóla- menntaða í meiri mæli en áður,“ segir hann. Í júlí voru 133 þeirra sem nýttu sér vinnumarkaðsúrræðin í starfs- þjálfun eða á reynsluráðningu og fimm voru í frumkvöðlastarfi innan fyrirtækja og stofnana. Þá voru 12 einstaklingar skráðir í Fjölsmiðj- una í Reykjanesbæ og á Akureyri. Fram kom í Vinnumarkaðs- könnun Hagstofunnar í gær að at- vinnuleysi hefði verið 3,6% á öðrum ársfjórðungi. Þá höfðu 800 manns verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur samanborið við 900 manns á öðrum ársfjórðungi í fyrra. omfr@mbl.is Nýta sér starfstengd úrræði Morgunblaðið/Ófeigur Atvinnulífið Á öðrum ársfjórðungi fjölgaði starfandi fólki um 5.600.  Ná til útlendinga og háskólamenntaðra í meiri mæli Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 H E I L S U R Ú M A R G H !!! 18 08 16 #6 b RISA ÷50% ÷20% SUMMER GLOW Queen Size (153x203 cm) Fullt verð 278.711 kr. NÚ 139.356 kr. HÆGINDASTÓLL með fótaskemil og hallandi baki Fullt verð 43.500 kr. NÚ 34.800 kr. Útlitsgallaðar, skila- og skiptidýnur á 50 til 60% afslætti! á King Koil heilsudýnum í Queen og King stærðum! VERÐDÆMI! Queen Size (153x203 cm) FRÁ 98.755 kr. VERÐDÆMI! King Size (193x203 cm) FRÁ 119.912 kr. LAGERHREINSUN Jón Ragnar Rík- harðsson, sjómað- ur og formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks- ins, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Í tilkynningu segir að Jón Ragnar hafi eingöngu unnið við líkamlega erfiðisvinnu í 35 ár, mest á sjó, og að hann hafi verið háseti á Ásbirni RE 50 síðastliðin átta ár. Þá hafi hann verið virkur í gras- rótarstarfi flokksins frá árinu 2009 og gegnt fyrir hann ýmsum trún- aðarstöfum. Framboð í 3. sæti Helga Ingólfsdóttir, bókari og bæj- arfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Hafn- arfirði, gefur kost á sér í 2.-4. sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Í tilkynningu segist hún telja að reynsla sín af sveitarstjórnarmálum geti nýst vel á Alþingi. Helstu áherslur sínar segir hún vera jöfnuð og réttlæti. „Ég vil beita mér fyrir því að lífskjör á Íslandi verði betri með aukinni framleiðni, styttri vinnutíma og hærri meðallaunum,“ segir Helga í tilkynningunni. Framboð í 2.-4. sæti Sindri Einarsson hefur gert kunn- ugt að framboð hans í 5. sæti próf- kjörs Sjálfstæðis- flokksins í Reykja- víkurkjördæmi sé orðið gilt, og þakk- ar um leið veittan stuðning. Í til- kynningu segist hann vera hægra megin í Sjálfstæðisflokknum, „kannski frekar gamaldags. En fylgist vel með tækninni sem ég tel að eigi eftir að breyta heiminum mikið á komandi árum“. Sindri skorar að lokum á flokks- bundna sjálfstæðismenn að kjósa í komandi prófkjöri. Framboð í 5. sæti Stjórnmálaflokkarnir munu á næst- unni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör árið 2016 Árni Páll Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, hefur tilkynnt að hann sækist eftir 1. sæti framboðslista flokksins í Suð- vesturkjördæmi. Segist hann finna fyrir brenn- andi þörf til að taka þátt í stjórn- málaumræðunni og halda áfram að berjast fyrir jafnrétti, frjálslyndi og jöfnum tækifærum. Framboð í 1. sæti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.