Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 25

Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Alls tóku 150 einstaklingar þátt í vinnumarkaðsúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar í síðasta mán- uði; 89 karlar og 61 kona. Þó að at- vinnuleysi mælist nú með því minnsta um áraraðir voru tæplega fjögur þúsund manns skráð at- vinnulaus um seinustu mánaðamót samkvæmt nýjustu tölum Vinnu- málastofnunar. Vinnumark- aðskönnun Hagstofunnar, sem mælir ekki eingöngu skráð atvinnu- leysi, leiðir í ljós að þótt atvinnu- lausum hafi fækkað um 2.600 manns frá í fyrra voru 3.800 konur atvinnulausar á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 3.400 karlar. Enn er því umtalsverð þörf fyrir vinnu- markaðsúrræði. Þau standa alltaf til boða skv. upplýsingum Karls Sigurðssonar, forstöðumanns vinnumálasviðs Vinnumálastofn- unar. „Við höfum lagt áherslu á ákveðna hópa og hefur verið lögð áhersla á útlendinga og háskóla- menntaða í meiri mæli en áður,“ segir hann. Í júlí voru 133 þeirra sem nýttu sér vinnumarkaðsúrræðin í starfs- þjálfun eða á reynsluráðningu og fimm voru í frumkvöðlastarfi innan fyrirtækja og stofnana. Þá voru 12 einstaklingar skráðir í Fjölsmiðj- una í Reykjanesbæ og á Akureyri. Fram kom í Vinnumarkaðs- könnun Hagstofunnar í gær að at- vinnuleysi hefði verið 3,6% á öðrum ársfjórðungi. Þá höfðu 800 manns verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur samanborið við 900 manns á öðrum ársfjórðungi í fyrra. omfr@mbl.is Nýta sér starfstengd úrræði Morgunblaðið/Ófeigur Atvinnulífið Á öðrum ársfjórðungi fjölgaði starfandi fólki um 5.600.  Ná til útlendinga og háskólamenntaðra í meiri mæli Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 H E I L S U R Ú M A R G H !!! 18 08 16 #6 b RISA ÷50% ÷20% SUMMER GLOW Queen Size (153x203 cm) Fullt verð 278.711 kr. NÚ 139.356 kr. HÆGINDASTÓLL með fótaskemil og hallandi baki Fullt verð 43.500 kr. NÚ 34.800 kr. Útlitsgallaðar, skila- og skiptidýnur á 50 til 60% afslætti! á King Koil heilsudýnum í Queen og King stærðum! VERÐDÆMI! Queen Size (153x203 cm) FRÁ 98.755 kr. VERÐDÆMI! King Size (193x203 cm) FRÁ 119.912 kr. LAGERHREINSUN Jón Ragnar Rík- harðsson, sjómað- ur og formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks- ins, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Í tilkynningu segir að Jón Ragnar hafi eingöngu unnið við líkamlega erfiðisvinnu í 35 ár, mest á sjó, og að hann hafi verið háseti á Ásbirni RE 50 síðastliðin átta ár. Þá hafi hann verið virkur í gras- rótarstarfi flokksins frá árinu 2009 og gegnt fyrir hann ýmsum trún- aðarstöfum. Framboð í 3. sæti Helga Ingólfsdóttir, bókari og bæj- arfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Hafn- arfirði, gefur kost á sér í 2.-4. sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Í tilkynningu segist hún telja að reynsla sín af sveitarstjórnarmálum geti nýst vel á Alþingi. Helstu áherslur sínar segir hún vera jöfnuð og réttlæti. „Ég vil beita mér fyrir því að lífskjör á Íslandi verði betri með aukinni framleiðni, styttri vinnutíma og hærri meðallaunum,“ segir Helga í tilkynningunni. Framboð í 2.-4. sæti Sindri Einarsson hefur gert kunn- ugt að framboð hans í 5. sæti próf- kjörs Sjálfstæðis- flokksins í Reykja- víkurkjördæmi sé orðið gilt, og þakk- ar um leið veittan stuðning. Í til- kynningu segist hann vera hægra megin í Sjálfstæðisflokknum, „kannski frekar gamaldags. En fylgist vel með tækninni sem ég tel að eigi eftir að breyta heiminum mikið á komandi árum“. Sindri skorar að lokum á flokks- bundna sjálfstæðismenn að kjósa í komandi prófkjöri. Framboð í 5. sæti Stjórnmálaflokkarnir munu á næst- unni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör árið 2016 Árni Páll Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, hefur tilkynnt að hann sækist eftir 1. sæti framboðslista flokksins í Suð- vesturkjördæmi. Segist hann finna fyrir brenn- andi þörf til að taka þátt í stjórn- málaumræðunni og halda áfram að berjast fyrir jafnrétti, frjálslyndi og jöfnum tækifærum. Framboð í 1. sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.