Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 49

Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Spegilmynd Þingmennirnir Sigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokki, og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, brugðu á leik við glerrúðu á Alþingishúsinu þegar hlé var gert á þingstörfum í gær. Eggert Mikið hefur verið rætt um að þegar Reykjavíkurflugvelli verður endanlega lok- að árið 2024 að tryggja megi öryggi lands- byggðarbúa með því að bæta og efla sjúkra- húsin á landsbyggð- inni. Það þurfi bara að laga slysadeildina/ bráðamóttökuna á við- komandi stað og þá verður allt í lagi. Því miður er hér um óraunhæfan kost að ræða og kemur lokun Reykjavíkurflugvallar því óhjá- kvæmilega til með að skerða veru- lega það þjónustustig sem menn þó búa við í dag. Til að útskýra betur mitt mál þá eru hér nokkur atriði sem gott er fyrir þá að kynna sér sem telja sig málið varða. Þar mætti nefna sveitarstjórnarmenn, heil- brigðisstarfsfólk og alþingismenn, einnig íbúa þessa lands sem og áhugamenn um heilbrigðisþjónustu. Skoðun manna á flugvelli í Vatns- mýrinni, hve háu hlutfalli af vergri landsframleiðslu eigi að verja í heil- brigðiskerfið eða hvar eigi að byggja nýjan Landspítala hefur ekkert með þessi atriði að gera. Á Íslandi eru starfrækt nokkur sjúkrahús en einungis eitt sjúkrahús sem er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús; það er Landspít- alinn (LSH) sbr. 20. gr. laga um heil- brigðisþjónustu nr. 40 frá 2007. Til að standa undir einu slíku sjúkrahúsi þarf upptökusvæði með fólksfjölda upp á 300.000 til 500.000 manns. Ísland má því ekki minna vera hvað fólksfjölda varðar. Ástæð- ur þess að það þurfi þennan fjölda eru þær að til að við- halda færni starfsfólks þurfa læknar og að- stoðarfólk að fram- kvæma x margar að- gerðir á ári. Þau sjúkrahús á landsbyggðinni sem bjóða upp á sérhæfða þjónustu eru þá að veita hana í þeim til- fellum að fjöldi aðgerða nái að viðhalda færni landsbyggðalæknanna með sama hætti og þeirra lækna sem starfa á LSH. Það á við um almennar skurðlækningar, bæklunarskurðlækningar, einnig al- mennar barnalækningar og ýmsar sérgreinar lyflækninga svo nokkuð sé nefnt. Það á hins vegar ekki við um alla þá þjónustu sem veitt er á LSH að hana sé hægt að veita á öðr- um sjúkrahúsum landsins. Sumt er svo sérhæft og tilfellin það fá að ekki er grundvöllur til að veita slíka þjón- ustu nema á einum stað á landinu og er það oftast á LSH. 300 bráðatilfelli árlega með flugi til Reykjavíkur Í um það bil helmingi tilfella sjúkraflugs þegar sjúklingar eru fluttir til Reykjavíkur er um að ræða svokallaðan bráðaforgang. Þau at- riði sem eru hvað mest aðkallandi eru sumir bráðir hjarta- og æða- sjúkdómar, áverkar á eða veikindi í brjóstholi, höfði, heila og mið- taugakerfi og sérhæfð meðferð veikra nýbura eða fyrirbura svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta eru dæmi um þau tilfelli sem krefjast mikillar sér- hæfingar og færni þeirra sem með fara og er einungis hægt að sinna á LSH sem vill svo til að er staðsett í Reykjavík. Ég nefndi nokkur atriði sem skipta máli og skoðum nú hvert um sig aðeins betur. Hjartaaðgerðir og aðrar aðgerðir í brjóstholi sökum veikinda eða áverka. Í grein sem Tómas Guð- bjartsson, hjarta- og lungnaskurð- læknir, skrifaði í Morgunblaðið þann 27. júní sl. kom fram að árangur hjartaskurðdeildar LSH væri sam- bærilegur og hjá bestu sjúkrahúsum erlendis þrátt fyrir að hjartaskurð- deildin á LSH sé sú langminnsta á Norðurlöndum. Það gefur því auga- leið að ekki er grundvöllur til að starfrækja aðra eða fleiri hjarta- skurðdeildir úti á landi sem mótvæg- isaðgerð vegna lokunar Reykjavík- urflugvallar. Hér kemur að verki stór hópur heilbrigðisstarfsmanna og tæknimanna og er um mjög mikla sérhæfingu að ræða. Opnar skurð- aðgerðir á brjóstholi eru að öllu jöfnu ekki framkvæmdar á bráða- móttökum og mun bæting eða fjölg- un bráðamóttaka úti á landi því ekki koma að gagni. Heila- og taugaskurðlækningar. Hér á landi er ein heila- og tauga- skurðlækningadeild en hún er á LSH. Þar eru einungis starfandi fjórir heila- og taugaskurðlæknar sem veita þjónustu allan sólahring- inn allan ársins hring. Heila- og taugaskurðlæknar liggja ekki á lausu og ekki er nokkur grundvöllur fyrir því að opna aðra slíka deild á landinu þrátt fyrir fyrirhugaða lok- un Reykjavíkurflugvallar. Nýburar og fyrirburar. Enn og aftur er um mikla sérhæfingu að ræða og alveg á mörkunum að hið fámenna Ísland sé í stakk búið til að sinna okkar minnstu skjólstæð- ingum. Vel hefur þó til tekist og er það að þakka færni þeirra sem börn- unum sinna á vökudeild Barnaspít- ala Hringsins. Í mjög sérhæfðum og sjaldgæfum tilfellum þarf að senda börnin út og þá oftast til Svíþjóðar þar sem ekki er hægt að veita þeim viðeigandi þjónustu hér á landi. Það ætti því að vera öllum ljóst að það að bæta við bráðamóttökum út um landið sem mótvægisaðgerð við lok- un Reykjavíkurflugvallar kemur ekki í stað þeirrar þjónustu sem ein- ungis er hægt að veita á Barnaspít- ala Hringsins. Blóðbanki. Í mörgum skurð- aðgerðum er þörf á að gefa sjúkling- um blóð, má til dæmis nefna eftir áverka á brjóstholi. Komið hefur fyrir að birgðir Blóðbankans hafi nánast allar verið nýttar í einn sjúk- ling. Blóðbankinn er í Reykjavík og er einnig með útibú á Akureyri. Eina sjúkrahús landsins sem ræður við að meðhöndla sjúklinga sem þurfa miklar blóðgjafir er LSH og upp að vissum mörkum Sjúkrahúsið á Ak- ureyri. Fleiri bráðamóttökur á landsbyggðinni sem mótvægi við lokun Reykjavíkurflugvallar koma ekki að notum í slíkum tilfellum. Reykjavíkurflugvöllur ónothæfur eftir sex ár Til að menn átti sig betur á hve tíminn líður hratt þá verða í haust liðin átta ár frá því að hrunið átti sér stað. Í hugum margra er eins og það hafi gerst í gær. En þar til Reykja- víkurflugvöllur verður nánast ónot- hæfur, þegar norður-suður flug- brautinni verður lokað, eru einungis sex ár (árið 2022). Þegar það gerist mun sjúkraflug fara í gegnum Kefla- vík og það mun lengja flutningstím- ann á LSH um klukkutíma umfram það sem nú er og getur það engan veginn talist ásættanlegt í bráða- tilfellum. Ekki er að sjá að hagsmunaaðilar sem hafa með málið að gera séu að vinna í að finna farsæla lausn heldur fljóta menn sofandi að feigðarósi. Það eru allir að bíða eftir því að ein- hverjir aðrir leysi málið eða að það leysist af sjálfu sér. Í alvarlegum áverkatilfellum fer fram frumgreining á bráðamóttöku (og eftir atvikum á myndgreining- ardeild) og síðan er viðkomandi oft- ast sendur á viðeigandi skurðstofu eða fer í sumum tilfellum þangað beint. Þannig að fleiri eða betri bráðamóttökur eru ekki nein lausn í þessu máli. Sú þjónusta sem veitt er á öðrum sjúkrahúsum landsins en LSH er fagmannlega veitt en eins og áður sagði er einungis hægt að sinna sér- hæfðustu tilfellunum á LSH og ástæðan er sú að þar og einungis þar er starfsfólk með þá sérhæfðu þekk- ingu og færni sem til þarf. Við Ís- lendingar erum fámenn þjóð og á mörkunum að hin sérhæfðu tilfelli séu nógu mörg til að sérfræðing- arnir og teymin sem þeim fylgja geti viðhaldið færni sinni. Allt tal um að við lokun Reykjavíkurflugvallar megi bara bæta bráðamóttökur á landsbyggðinni til að bæta fyrir lok- un vallarins er óraunhæft og byggt á vanþekkingu. Eftir Sveinbjörn Dúason »Ekki er að sjá að hagsmunaaðilar sem hafa með málið að gera séu að vinna í að finna farsæla lausn heldur fljóta menn sofandi að feigðarósi. Sveinbjörn Dúason Höfundur er sjúkraflutningamaður/ bráðatæknir og viðskiptafræðingur. Sjúkraflug, Landspítali og mikilvægi Reykjavíkurflugvallar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.