Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 64
64 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
✝ Arthur Mort-hens fæddist í
Reykjavík 27. jan-
úar 1948. Hann
lést í Faaborg í
Danmörku 27. júlí
2016.
Foreldrar Arth-
urs voru þau
Grethe Skotte
Morthens, f. 18.3.
1928 á Lálandi í
Danmörku, d. 30.1.
1982, og Guðbrandur Kristinn
Morthens, f. 18.10. 1917 í
Reykjavík, d. 4.12. 2002. Systk-
ini Arthurs eru: Hjördís Emma
Morthens, f. 26.10. 1936, Ágúst
Rósmann Morthens, f. 7.1.
1942, Ævar Guðbrandsson, f.
28.9. 1946, Sveinn Allan Mort-
hens, f. 10.6. 1951, Þorlákur
Morthens, f. 3.10. 1953, Bubbi
Morthens, f. 6.6. 1956 og Berg-
þór Morthens, f. 24.8. 1959.
Fyrri kona Arthurs var Sig-
ríður Elín Ólafsdóttir, kennari,
f. 20.11. 1952. Sonur þeirra er
Ólafur Arnar, tölvunarfræð-
ingur, f. 26.2. 1974. Kona hans
er Halldóra Sigtryggsdóttir,
leikskólakennari, f. 28. 8. 1975.
Þeirra börn eru: Petra Ósk, f.
Íslands 1973, sérkennaraprófi
frá Statens Spesiallærerhøg-
skole í Ósló 1985 og cand. pa-
ed. spes. frá sama skóla 1987.
Arthur kenndi við Barnaskóla
Keflavíkur 1973 til 1978 og Ár-
bæjarskóla 1978 til 1984. Hann
var sérkennslufulltrúi á
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur
1988 til 1991 og forstöðumaður
kennsludeildar frá 1991 til
1996. Þegar málefni grunn-
skólans fluttust frá ríki til
sveitarfélaga árið 1996 varð
Arthur forstöðumaður þjón-
ustusviðs Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur. Því starfi gegndi
hann í tíu ár. Síðustu starfsárin
var hann ráðgjafi á Mennta-
sviði Reykjavíkurborgar eða
frá 2006 til 2012. Arthur var
einn af stofnendum Barna-
heilla 1989, varaformaður sam-
takanna 1989 til 1991 og for-
maður frá 1991 til 1996.
Arthur var varaborgarfulltrúi
fyrir Reykjavíkurlistann og
formaður stjórnar SVR frá
1994 til 1996. Þá gegndi hann
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Kennarasamband Íslands og
Alþýðubandalagið.
Bálför Arthurs fór fram í
Svendborg í Danmörku 2.
ágúst 2016 en útför hans verð-
ur gerð frá Hallgrímskirkju kl.
15 í dag, 18. ágúst 2016.
27.1. 1999, Har-
aldur Ingi, f. 4.6.
2003 og Arna Sig-
ríður, f. 20.1 2006.
Eftirlifandi eig-
inkona Arthurs er
Steinunn Stefáns-
dóttir, blaðamað-
ur, f. 26.5. 1961.
Hennar dætur og
fósturdætur Arth-
urs eru Helga
Tryggvadóttir,
læknir, f. 21.7. 1982, gift Jóni
Þór Péturssyni, þjóðfræðingi,
f. 27.11. 1979. Þeirra dætur
eru Rán og Saga, f. 9.8. 2015.
Anna Tryggvadóttir, lögfræð-
ingur, f. 24.11. 1984. Synir
hennar og Guðmundar Arn-
laugssonar, f. 15.10. 1976, eru
Arnlaugur, f. 17.1. 2009 og
Hallgrímur, f. 25.4. 2012. Halla
Tryggvadóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, f. 6.2. 1988, í sambúð
með Frederik Anthonisen,
sjúkraflutningamanni, f. 28.12.
1986. Sonur þeirra er Johann,
f. 6.10. 2015.
Arthur ólst upp í Reykjavík,
fyrst á Barónsstíg og svo í
Vogahverfinu. Hann lauk
kennaraprófi frá Kennaraskóla
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi. Við kveðjum þig í dag með
miklum söknuði en vel nestuð af
minningum, sögum og lífsspeki
sem þú svo gjarnan deildir með
okkur. Sögum sem þú sagðir
okkur með tilþrifum sem fáir
leika eftir, lífsspeki sem ein-
kenndist af hógværð, æðruleysi
og náungakærleik. Minningar af
glensi, léttleika, hlýju og vin-
semd.
Í frásögnum þínum af eigin
uppvexti, sveipuðum ævintýra-
ljóma, mátti lesa á milli línanna
að oft hefði verið hart í ári. Þrátt
fyrir það voru þessar frásagnir
sagðar af mikilli væntumþykju
og hlýju. Á efri árum, þegar
heilsa þín fór að gefa eftir, þá
voru sögurnar oft af eigin
skakkaföllum sem fylgdu dvín-
andi heilsu. Þú fannst iðulega já-
kvæðar og jafnvel spaugilegar
hliðar á hörðum raunveruleik-
anum – veikindum sem þú mætt-
ir af óbilandi hógværð og æðru-
leysi. Eftir hvert áfallið varstu
von bráðar kominn á kreik, með
bjartsýni og léttlyndi að vopni,
komst okkur hinum sífellt á
óvart. Leiðin lá alltaf upp á við.
Nú skilur leiðir okkar en minn-
ingarnar varðveitum við áfram.
Hvíl í friði.
Ólafur, Halldóra, Petra Ósk,
Haraldur Ingi og Arna Sig-
ríður.
Fyrir 19 árum flutti Arthur
inn á heimili fjögurra kvenna.
Þar var fyrir mamma og við
þrjár systurnar, tveir unglingar
og ein níu ára. Eftir á að hyggja
getur þessi aðlögun ekki hafa
verið einfalt verkefni. En við
systurnar fundum aldrei fyrir
því. Frá fyrsta degi vann Arthur
sig örugglega inn í líf okkar og
hjörtu. Með sinni einstöku hlýju
og óþrjótandi áhuga á okkur og
öllu því sem við tókum okkur
fyrir hendur varð hann okkur
foreldri og ein af mikilvægustu
persónunum í okkar lífi.
Arthur sýndi okkur skilyrð-
islausa væntumþykju, var alltaf
stoltur af því sem við gerðum,
hvetjandi við verkefnin og
gladdist einlæglega þegar vel
gekk. Hann missti aldrei af því
sem var í gangi hjá okkur, hvort
sem það voru verkefni eða próf í
skólanum, nemendatónleikar í
tónlistarskólanum, stjórnmála-
brölt eða önnur félagsstörf.
Börnin okkar eignuðust svo
einstakan leikfélaga í afa Arth-
uri sem hafði sérstaka hæfileika
til að mæta börnum á þeirra for-
sendum í leik. Hann gekk beint
inn í ævintýraheim eldri barna-
barnanna, tók að sér skipstjórn
ímyndaðra skipa í ólgusjó eða
hlutverk tinkarlsins á gula múr-
steinastígnum til Oz. Til að leika
við yngstu börnin settist hann á
gólfið, líka þegar þrekið var
minna og hann vissi að það yrði
erfitt að standa upp aftur.
Arthur var óþreytandi við að
ræða uppvöxt og þroska barna-
barnanna. Hann naut þess að
fylgjast með þeim, greina hvern-
ig þau ræktuðu styrkleika sína
og tókust á við veikleikana. Svo
notaði hann reynslu sína og
þekkingu til að gefa foreldrun-
um góð ráð.
Við erum þakklátar fyrir að
Arthur kom inn í líf okkar, hann
kenndi okkur svo margt og leið-
beindi okkur vel. Við erum líka
þakklátar fyrir yndislegan afa
sem börnin okkar eignuðust í
Arthuri og fyrir allan þann
áhuga og stuðning sem hann
sýndi okkur og okkar viðfangs-
efnum, stórum sem smáum. Við
söknum Arthurs mikið en erum
glaðar yfir þeirri gæfu okkar að
eignast þennan einstaka stjúp-
pabba.
Helga, Anna og Halla.
Sárara er það en orð fá lýst
að setjast niður til að koma á
blað fátæklegum minningarorð-
um um einn af mínum bestu vin-
um. Arthur Morthens lést í Dan-
mörku aðfaranótt þess 27. júlí sl.
allt of ungur að árum. Það er oft
haft á orði að „eiga sér svo og
svo mörg líf“ og höfð að viðmiði
talan níu. Arthur átti sér mun
fleiri.
Oft á síðustu árum vorum við
vinirnir ekki vissir um hvort
hann sneri aftur úr veikindum
en ómæld seigla og lífsvilji skil-
aði honum aftur.
Heilsufarssaga hans er með
ólíkindum. Til margra ára hvert
áfallið af öðru sem hann tók með
þvílíku æðruleysi og hetjuskap
sem er til eftirbreytni fyrir okk-
ur sem eftir lifum. Hann missti
aldrei sjónar á lífinu og voninni
um framtíðina og steig oftar en
ekki upp svo andlega sterkur að
hann var okkur hinum hvati til
að líta ekki á smáatriðin sem
vandamál heldur sem verkefni
til úrlausnar. Arthur var mikill
maður og við hvert hans mótlæti
varð hann „meira maður“ svo
vitnað sé í Pál Skúlason heim-
speking.
Arthur var alla tíð mjög
glöggur á menn og málefni,
fylgdist einstaklega vel með og
var í vinahópnum ætíð skeleggur
og fræðandi jafnt um listir, póli-
tík og almenn þjóðmál.
Starfsvettvangur Arthurs var
skólamál og fræðsla á breiðu
sviði. Fyrst almenn kennsla við
góðan orðstír, síðar eftir fram-
haldsnám sérkennsla og síðustu
áratugi starfsævinnar við stjórn-
unarstörf á hans sérsviði bæði
hjá ríkinu og Reykjavíkurborg.
Honum voru ætíð falin hin
vandasömustu úrlausnarefni og
árum saman var hann fulltrúi
stéttar og vinnu í samstarfi við
erlendar þjóðir á sínu sérsviði.
Við Arthur vorum á svipuðu
róli í okkar grunnnámi í Kenn-
araskólanum og vissum alla tíð
hvor af öðrum bæði við kennslu
og félagsstörf fyrir stéttina.
Hann var ætíð atkvæðamikill í
hagsmunabaráttu fyrir stéttina,
fylginn sér og með rökin á
hreinu.
Árið 1996 þegar grunnskól-
arnir voru fluttir til sveitarfélag-
anna hófum við störf saman á
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
ásamt mörgum öðrum góðum
vinnufélögum, þar með talin
Steinunn Stefánsdóttir sem síð-
ar varð eiginkona Arthurs. Þeg-
ar leiðir okkar lágu saman að
nýju mynduðust strax með okk-
ur sterk vináttubönd sem byggð-
ust á kunningsskap fyrri ára.
Mér eru samstarfsárin á þeim
vettvangi afar mikils virði, hans
trausta vinátta, hollar og einlæg-
ar samræður og ráðgjöf, húmor,
glens og gaman. Þessi ár verða
mér og fleirum ógleymanleg og
ómetanleg í návist við svo heil-
steyptan og skýrt hugsandi vin
og starfsfélaga.
Þannig þróuðust síðar mál að
Steinunn og Arthur eignuðust
sumardvalarstað í næsta ná-
grenni við bústað okkar Ingi-
bjargar sem varð til þess að
samgangur og samvera varð til á
nýjum vettvangi. Það hefur ver-
ið einstaklega gott að eiga þess
kost að verja með þeim hjónum
góðum stundum í sælureit
þeirra með góðar veitingar á
borðum og eiga gagnlegar, nota-
legar og fróðlegar umræður um
heimsins gagn og nauðsynjar.
Sameiginlegur vinahópur er
nú vart svipur hjá sjón og mun
taka okkur langan tíma að átta
okkur á hversu stórt skarð er
höggvið í hópinn og það verður
vandfyllt. Áhrif Arthurs voru
þannig í öllu viðmóti, samræðum
og skoðanamyndun sem allir
hlýddu á og virtu.
Við Ingibjörg sendum Stein-
unni og allri fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur og minn-
umst Arthurs með virðingu og
söknuði.
Júlíus Sigurbjörnsson.
Þann 27. júlí lést vinur minn,
Arthur Morthens, í svefni. „Nú
legg ég augun aftur“ (Svein-
björn Egilsson).
„Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag“ (Tómas Guðmunds-
son).
Arthur var næstelstur af fríð-
um hópi bræðra af ætt Mort-
hens. Ég nefni þá flýtinöfnum
móður þeirra: Ævi, Túri, Allan,
Tolli, Bubbi og Beggi. Og við-
kvæðið á milli þeirra var alltaf
„bróðir“, Tolli bróðir, Beggi
bróðir o.s.frv. Móðir þeirra
Gréta, þróttmikil og aðsópsmikil
kona, og faðirinn Kristinn Mort-
hens listamaður og lífsins bó-
hem, bæði látin. Öllum bræðr-
unum vottum við Marisa okkar
dýpstu samúð við fráhvarf góðs
drengs sem Arthur var.
Einnig sendum við einkasyni
hans, Ólafi Arthurssyni, er hann
átti með fyrrverandi eiginkonu
sinni, Sigríði Ólafsdóttur, inni-
legustu samúðarkveðjur með
von um að minningin um pabba
þinn efli hug þinn og þrótt.
Eftirlifandi eiginkonu hans
Steinunni Stefánsdóttur sendum
við samúðarkveðju í von og trú
um að tíminn græði sárin.
Undirritaður býr í Catalunya
fyrir sunnan Barselóna í lítilli
borg er dregur nafn sitt af kast-
ala sem stendur þar á hæð í
miðri borg „Castelldefels“ sem
útleggst sem: „Hinn tryggi kast-
ali“ – hinn trausti, trúfasti kast-
ali, en það var Arthur mér.
Traustur félagi, tryggur vinur
og trúfastur sökkull í hvívetna.
Ég átti athvarf í þessum trausta
vini, þessum trygga kastala sem
Túri var.
Heimspeki Arthurs „að svona
er þetta bara – þetta er bara
svona“ eða „þetta á bara að vera
þannig“ er athyglisverð og ekki
rúm til að fara ofan í saumana á
því hér, en það þarf hugsuð með
traustan sökkul til að útkljá
óútkljáanleg mál á þennan hátt.
Arthur kom hingað í júní sl.
og var hjá okkur Marisu nokkra
daga sem er dýrmætur tími í
minningunni. Til að kveðja okk-
ur? Þar sem við útbjuggum hon-
um herbergi með terrasa sem
snýr að fjallshrygg er nær alla
leið til Barselóna og sést hæsti
punktur Barselóna er nefnist
„Tibidabo“ eða „ég gef þér“ á
latínu. Til vinstri á hæð í miðri
borginni nánast beint séð frá
okkar terrassa og mjög nálægt
er kastalinn tryggi og minntust
þeir, hinn sögulegi kastali og
hinn mannlegi.
Ég nefni þetta því mér er svo
minnisstætt þegar Arthur sat
löngum stundum á terrösunni og
lét hugann reika eða við sátum
tveir og spjölluðum saman um
hvaðeina milli himins og jarðar.
Þá lék sólskinsbros um varir
hans og Hótel jörð virtist ekki
skipta miklu máli.
Daginn áður en hann fór í
sumarfrí til Danmerkur talaði ég
við hann í síma og sagði hann
mér þá að sér hefði sjaldan liðið
betur síðustu misseri. Aðfara-
nótt 27. júlí lagðist hann til
svefns og vaknaði ekki aftur.
Æ, þetta er bara svona.
Para siempre. Þinn vinur,
Jón Friðrik Arason.
Forlögin höguðu því þannig
til að við urðum samherjar í því
mikilvæga verkefni að koma
börnum á legg og áfram til
manns og kvenna. Þetta við-
fangsefni tókst Arthur Morthens
á hendur af þeirri miklu réttsýni
sem honum var gefin en hafði
auk þess í þann sjóð að ganga
sem var menntun og yfirburða-
þekking á högum barna og öllu
því sem orðið getur þeim til
heilla.
Í þessu voru vinarkynnin við
Arthur ómetanleg og það hafði
djúp áhrif á okkur að skynja
hverju virðing fyrir barninu get-
ur komið til leiðar. Engan þekkj-
um við með jafn einlægan áhuga
á því sem börn eru að fást við.
Réttsýni og virðing fyrir fjöl-
breytninni var runnin Arthuri í
merg og bein og þess vegna var
hann víðsýnn maður í þess orðs
bestu merkingu. Gegnheill tals-
maður fjölmenningar og réttlæt-
is í heiminum og með opinn
huga jafnt fyrir því sem sam-
einar og er sérstakt í menning-
unni.
Minningarnar úr gefandi
spjalli eru margar. Ein þeirra er
úr heimsókn í Bergstaðastræti
til Steinu og Arthurs þar sem
plata var á fóninum með gít-
aristanum og söngvaskáldinu Ali
Farka Touré frá Malí. Það er við
hæfi að enda þessi fáu minning-
arorð á textabroti eftir þennan
afríska nafna Túra blessaðs, sem
hann hafði miklar mætur á.
Brotið er úr lagi þar sem kórus-
inn kallar á fólk að gera grein
fyrir ævistarfi sínu: „Ég? Ég er
kennari. Allt mitt líf hef ég reynt
að deila þekkingu minni.“ (Mac-
hengoidi af Savane 2006)
Þegar við kveðjum Arthur
Morthens er okkur efst í huga
þakklæti fyrir viðkynningu við
einstakan mann. Blessuð sé
minning hans og ævistarf.
Sólborg Lilja
Steinþórsdóttir,
Tryggvi Þórhallsson.
Að hafa átt vin eins og Arthur
Morthens hlýtur að teljast til
eins af því besta í lífinu. Sem
börn lékum við okkur saman,
mikið í fótbolta. Sem ungir
menn skemmtum við okkur sam-
an, böll og annað sem tilheyrði.
Sem fullorðnir menn áttum við
samleið í námi og unnum á sama
vettvangi. Báðir unnum við öt-
ullega innan raða samferða-
manna okkar í verkalýðsmálum
og tókum góðan þátt í þeim erf-
iða dansi. Við ræddum oft lands-
ins gagn og nauðsynjar, ekki
nærri alltaf sammála um úr-
lausnir en aldrei hafði sá ágrein-
ingur okkar áhrif á vinskapinn.
Það að geta tekið upp símann og
talað við vin sinn um það sem lá
manni á hjarta, hvenær sem var
og vitandi að svörin yrðu heið-
arleg, hefur verið mikið lán. Tíu
ára gamlir vorum við er við
kynntumst fyrst og sá kunnings-
skapur, sem síðar breyttist í vin-
áttu, hélst sterkur.
Með góðum kveðjum til allra
ættingja og vina Arthurs Mort-
hens.
Sigurður Lyngdal.
Fallinn er frá Arthur Mort-
hens, sem um langa hríð glímdi
við erfiðan sjúkdóm af einstöku
æðruleysi. Með Arthuri er geng-
inn merkur maður sem skilur
eftir sig mikið og gott lífsstarf
og ekki síður dýrmætar minn-
ingar í hópi samferðamanna um
góðan dreng. Kynni okkar hóf-
ust á áttunda áratug síðustu ald-
ar og voru um tíma mjög náin
þótt dregið hafi úr samveru síð-
ustu árin.
Sameiginlegar hugsjónir
ungra manna um betra sam-
félag, jöfnuð, bræðralag og frið í
heiminum bundu okkur sterkum
böndum vináttu. Samvera okkar
fólst gjarnan í samræðum sem
þrátt fyrir alvarlegan undirtón
voru ætíð fjörugar og jafnvel
gáskafullar. Þá komu eðliskostir
Arthurs einna best fram, góð
greind og gagnrýn hugsun en
jafnframt jákvæðni og lausna-
miðuð nálgun. Í góðra vina hópi
var Arthur hlýr og skemmtileg-
ur og hafði einstaka frásagnar-
gáfu. Arthur hefði ugglaust náð
langt á vettvangi leiklistar hefði
hann lagt hana fyrir sig á yngri
árum og þá líklega ekki orðið
eftirbátur bræðra sinna á sviði
listarinnar ef svo hefði æxlast.
Arthurs verður ekki minnst
án þess að geta þess úrlausn-
arefnis sem ætíð var honum
hugfólgnast í lífinu en það er
hvernig auka megi lífsgæði
barna í viðkvæmri stöðu og
þeirra sem mætt hafa and-
streymi í bernsku sinni. Fram-
lag Arthurs á sviði sérkennslu-
mála er vel þekkt. Áhugi og elja
Arthurs við undirbúning að
stofnun og starfi félagasamtak-
anna Barnaheill er ef til vill ekki
eins mörgum kunnugt um. Arth-
ur varð annar formaðurinn í
sögu samtakanna í byrjun ní-
unda áratugarins þegar knúið
var á um ýmsar úrbætur, ekki
síst á sviði barnaverndar, sem
sannarlega skiluðu árangri.
Að leiðarlokum votta ég minn-
ingu Arthurs virðingu mína og
fjölskyldu og öðrum ástvinum
samúð.
Bragi Guðbrandsson.
Góður vinur og fyrrverandi
samstarfsmaður er fallinn frá,
langt fyrir aldur fram. Ég
kynntist Arthuri fyrst sem sér-
kennari fyrir um 30 árum. Arth-
ur var þá sérkennslufulltrúi
Reykjavíkurborgar. Seinna sem
skólastjóri átti ég mikil og góð
samskipti við Arthur og síðar
sem fræðslustjóri og náinn sam-
starfsmaður hans, kynntist ég
best skólamanninum Arthuri
Morthens.
Hann helgaði starfsævi sína
börnum sem áttu á brattann að
sækja og var jafnframt talsmað-
ur þeirra í oft á tíðum erfiðri
réttindabaráttu þeirra. Arthur
horfði alltaf á styrkleika
barnanna frekar en veikleika og
barðist fyrir því að þau hefðu
sömu tækifæri til náms og aðrir.
Hann barðist gegn einangrun
barna með sérþarfir og stóð í
fylkingarbrjósti í stefnumótun
fyrir mannréttindum þeim til
handa í skóla án aðgreiningar.
Arthur var mikill skólamaður
og afar virtur sem slíkur. Hann
vann með þremur fræðslustjór-
um í Reykjavík; þeim Áslaugu
Brynjólfsdóttur, Gerði G. Ósk-
arsdóttur auk undirritaðs. Hug-
myndafræði hans varðandi nám
barna og ungmenna með sér-
þarfir kristallast hvað best í sér-
kennslustefnu Reykjavíkurborg-
ar sem kom út 2002 og varð
undanfari lagasetningarinnar
2006. Meginleiðarljós stefnunnar
var skóli án aðgreiningar.
Arthur var vitur maður og
ráðagóður og mikill stuðningur
við skólastjóra borgarinnar í erf-
iðum málum. Sem skólastjóri um
tíu ára skeið á ég honum mikið
að þakka fyrir þann stuðning
sem hann veitti mér við að leysa
erfið og flókin samskiptamál
bæði nemenda og foreldra.
Þekking hans á skólamálum,
innsæi hans á mannlega hegðun
og yfirvegun hans og fag-
mennska var aðdáunarverð. Í
flóknustu samskiptamálunum
valdi hann yfirleitt að láta tím-
ann vinna með sér og sagði oft
að aldrei skyldi maður vanmeta
marineringuna.
Þegar ég varð fræðslustjóri í
byrjun árs 2007 leitaði ég mikið í
viskubrunn Arthurs. Aldrei kom
ég að tómum kofunum og alltaf
var gott að leita ráða hjá honum.
Þegar efnahagskreppan skall á
2008 og niðurskurður í skóla-
málum var óumflýjanlegur þá
fann ég best hve mikilvægt það
var mér að ræða málin við Arth-
ur er kom að forgangsröðun
fjármuna. Við vorum alla tíð
sammála um að standa vörð um
þjónustu við börn með sérþarfir.
Þrátt fyrir erfið veikindi
Arthurs á síðari hluta starfsæv-
innar kvartaði hann aldrei og
sinnti öllum sínum verkum með
sóma. Hugsjónir hans fyrir
menntun fyrir alla og réttinda-
barátta þeirra sem minna mega
sín voru drifkraftar hans.
Við leiðarlok vil ég þakka
Arthuri Morthens fyrir allt það
frábæra starf sem hann innti af
hendi fyrir börn og ungmenni í
grunnskólum í Reykjavík. Ég
þakka honum fyrir öll góðu ráð-
in og allan stuðninginn við mig
sem stjórnanda. Helst þakka ég
honum þó fyrir vinsemd hans og
hlýja nærveru í samstarfi í tæp
30 ár. Ég veit að samstarfsfólk
okkar á fyrrverandi Menntasviði
Reykjavíkurborgar þakkar hon-
um samstarfið og kveður hann
með virðingu.
Arthur Morthens