Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 6
6 TMM 2008 · 2
A ð a l b j ö r g B r a g a d ó t t i r
manna eða listaverka, eins og höfundar þeirra vilji skilja bækur sínar
skýrt frá öðrum glæpasögum og benda á að sögurnar séu um fleira en
glæpi, menning og listir skipi einnig veglegan sess.
Einkenni menningarlegu glæpasögunnar
Nú á dögum telja flestir fræðimenn að glæpasögur séu formúlubók-
menntir en það var búlgarski bókmenntafræðingurinn Tzvetan Todorov
sem setti einna fyrstur fram kenningar um að glæpasögur séu ekki
frumlegar bókmenntir í eðli sínu heldur lúti þær tilteknum reglum eða
formúlu.3
Margir bókmenntafræðingar telja að fléttan sé sterkasta sérkenni
glæpasögunnar og að í henni megi leika sér með söguþráð og umfjöll-
unarefni án þess að vera ótrúr forminu. Persónurnar séu hins vegar oft-
ast hefðbundnar og þróist þær, ólíkt fléttunni, lítið með greininni.4
Þetta á vel við Flateyjargátu og aðrar menningarlegar glæpasögur þar
sem formið er klassísk glæpasaga en blandað er inn í atriðum úr menn-
ingu samfélagsins. Þannig er Flateyjargáta dæmigerð glæpasaga þó að
reglulega sé skotið inn í hana stuttum sögum um og úr Flateyjarbók.
Þær koma vissulega með annan vinkil á söguna en breyta samt ekki
grunnformúlunni.
En hver er formúlan? Bandaríski bókmenntafræðingurinn John G.
Cawelti hefur sett fram kenningar um grunnbyggingu klassísku glæpa-
sögunnar og byggir þær á tveimur leynilögreglusögum eftir Edgar Allan
Poe. Önnur þeirra, The Murders in the Rue Morgue, er oftast talin fyrsta
glæpasagan, útgefin árið 1841.5 Cawelti útlistar hvernig frásagnar-
mynstrið verði að vera og að ákveðnar manngerðir séu nauðsynlegar
fyrir framgang sögunnar.6
Flateyjargáta fellur vel inn í form klassísku glæpasögunnar. Hafa
verður þó í huga að Cawelti er strúktúralisti og kenningar hans eru mót-
aðar af hugmyndafræði stefnunnar: skýrt afmarkaðar samsettar ein-
ingar öðlast merkingu vegna vensla við aðra þætti. Nálgun strúktúral-
ista er ekki eina leiðin að klassísku glæpasögunni. Peter Brooks, próf-
essor í bókmenntum, hefur gagnrýnt líkön formgerðarstefnunnar og
hefðbundna frásagnarfræði fyrir að hafa ekki hliðsjón af innri tíma
skáldsögunnar.7 Samkvæmt Brooks mótast upphafið af endinum – sem
er spennandi þegar horft er til glæpasagna. Morð er framið og síðan
fleiri, sömu mynstur koma fyrir en í öðru umhverfi, miðjan seinkar
þannig lokaniðurstöðu, endinum, dauðanum. Kenningar Brooks sýna
að frásagnarfræði getur verið hentug við rannsóknir á glæpasögum þar