Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 10
10 TMM 2008 · 2
A ð a l b j ö r g B r a g a d ó t t i r
persóna hennar til þess að fá dýrgripinn heim. Í nafni Flateyjarbókar
hrynur siðmenningin af honum, hann breytist í fornmann og ristir
blóðörninn eins og ekkert sé. Eftir þessa hrikalegu misþyrmingu á lík-
inu sýnir hann enga iðrun þó honum sé ekki vel við þetta. Hann trúir
því að með þessu hafi hann gert landi og þjóð greiða og bjargað bókinni
úr höndum ódæðismanna.
Nú má spyrja hvort þetta sé menningararfurinn sem við Íslendingar
erum svo stoltir af. Snýst menningin að stórum hluta um glæpi, morð og
afmyndanir? Og er þá að undra þótt enn sé mikið um illsku og hrotta-
skap? Þormóður Krákur lifir sig svo sterkt inn í sögurnar sem hann les
að hann gengur inn í þær, eins og Don Kíkóti í riddarasögurnar. En það
er lesandans að ákveða hvort þessar gjörðir Þormóðs séu í lagi.
Jóhanna segir Kjartani að sögur Flateyjarbókar hafi flestar verið
skrifaðar til útflutnings og sjálfsagt verið dýrmæt verslunarvara. Norð-
urlönd voru þá einn bókamarkaður og Heimskringla Snorra metsölu-
bók í Noregi. Samkvæmt þessu var ekki endilega verið að skrifa fyrir
Íslendinga heldur stærri markað og í öðrum tilgangi, þó raunin hafi
orðið sú að íslenska þjóðin tæki bækurnar upp á sína arma. Því er
kaldhæðnislegt að Þormóður Krákur skuli ganga eins langt og hann
gerir fyrir bók sem átti frá upphafi að selja úr landi. Sögupersónur Flat-
eyjarbókar eru Jóhönnu heldur ekki kærar. Flestar voru þær hinir verstu
fantar og virtu ekki ærlega höfðingja. Henni finnst atgangur Ólafs
Tryggvasonar og Ólafs Haraldssonar við að kristna Norðmenn ekki trú
þeirra til sóma, hins vegar ber hún virðingu fyrir íslensku skrásetjurun-
um.
Enn er hér örfín kaldhæðni á sveimi. Hinn löghlýðni Þormóður
Krákur gerir það sama og fyrrverandi Noregskonungar í nafni réttvís-
innar. Eftir að hafa í marga áratugi sagt sögurnar og haldið bókinni
lifandi gengur hann of langt og sýnir í verki menningararf sem reynt er
að halda niðri. Hann sýnir spillinguna og siðblinduna sem viðgekkst en
henni er yfirleitt ekki hampað. Því flestir eru stoltir af bókinni, eins og
Jóhanna, þ.e. af vinnunni og verkinu sjálfu en ekki endilega boðskap
innihaldsins.
Ef litið er á sögurnar sem Jóhanna segir Kjartani í hliðarsögunni sést
fljótt ákveðið mynstur því nánast allar greina frá grimmdarverkum.
Sagt er frá ofboðslegum gjörðum eins og ekkert sé. Menn eru höggnir í
tvennt, þeim er fórnað, konum nauðgað, galdrar framdir, gripum er
rænt og hús brennd. Skipir engu hvort rætt er um karl, konu eða barn,
verknaðurinn er alltaf jafn kaldur og nánast hversdagslegur. Má ætla að
hinn venjulegi lesandi kippi sér ekki mikið upp við þessar lýsingar þar